Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 141
SVAVAR SIGMUNDSSON
NORSK ÖRNEFNABÖK
Ola Stemshaug: Namn i Noreg. Ei innforing i norsk sted-
namngransking. Det norske Samlaget. Oslo 1973. 174 bls.
Nýlega er komin út í Noregi bók um norsk örnefni sem rétt þykir
að vekja athygli á. Áhugi á örnefnum er mikill og almennur hér á
landi og gildir það einnig um örnefni í Noregi, þar sem uppruna
íslenskra örnefna mun helst vera að leita. Höfundur bókarinnar er
ungur háskólakennari í Niðarósi, en hann stundaði nám við Háskóla
Islands um skeið. Bók þessi er einkum skrifuð fyrir háskólastúdenta,
en hún er auk þess kærkomið lestrarefni fyrir aðra nemendur og allan
almenning. Namn i Noreg er fyrsta bók sinnar tegundar á norsku,
þ. e. handbók í norskum örnefnafræðum. Magnus Olsen skrifaði
fyrrum bók um þessi efni (Hvad váre stedsnavn lærer oss. Oslo 1934),
en hún var skrifuð frá nokkuð öðrum sjónarhóli.
Höf. skiptir bók sinni í 12 kafla sem svo heita: 1. Hvað er örnefni?
Orð og hugtök. 2. Skipting ömefna. 3. örnefnarannsóknir í Noregi.
4. Samiræming örnefna. 5. Söfnun og skráning. 6. Aðferðir við ör-
nefnarannsóknir. 7. Nafngiftir og örnefnadauði. 8. Málfræðileg at-
riði. 9. Náttúrunöfn. 10. Búsetunöfn. 11. Ríkis- og sýslunöfn. 12.
Borganöfn. Auk þess eru birtar reglugerðir um rithátt ömefna í
Noregi frá 1933 og 1957, listi um fræðiorð og ritaskrá.
I Noregi byrjuðu skipulegar örnefnarannsóknir um 1830, en um
1880 hóf Oluf Rygh hið mikla brautryðjandastarf sitt að rannsókn-
um á bæjanöfnum. Norskum örnefnarannsóknum hefur verið skipt
í 3 rannsóknaskeið: 1) Tímabilið fyrir Oluf Rygh, 2) Oluf Rygh og
3) tímabilið eftir Oluf Rygh. Þetta sýnir hvaða þýðingu hann er
talinn hafa haft fyrir þessa fræðigrein, og á það ekki aðeins við í
Noregi heldur og um öll Norðurlönd. Rygh lagði þar fræðilegan
grundvöll að greininni og hefur honum ekki verið haggað síðan. Hann
hóf að gefa út verkið „Norske Gaardnavne" árið 1897, en lauk því