Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 146
LÍTILL VIÐAUKI VIÐ GREININA
PUNKTAR UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR I ÁRBÓK 1973
1 gxein minni um Hraunþúfuklaustur í síðustu Árbók var ætlunin að tína
saman allt, smátt og stórt, sem til væri í heimildum um þennan stað. Mér
brást sú bogalist því að út undan urðu nokkrar athug-asemdir sem komu í kjölfar
greinar Margeirs Jónssonar í Blöndu IV. Þær birtust í Blöndu V, 1932, bls.
104—119.
Pyrst skýrir Margeir frá því að hann hafi haldið áfram að spyrjast fyrir
um sagnir varðandi staðinn en lítils orðið áskynja; þó hefur einhver sagt
honum að í rústunum á Klaustri hafi menn fundið viðarösku og skeljabrot.
Líklega hefur það verið í stærstu rústinni, þeirri sem Þór Magnússon gróf í
1973. Ennfremur hafi menn grafið með vasahníf ofan í litla hólveru og fundið
ösku sem í var „frekjubrýni, um 2 þumlunga bútur, og mátti mylja það með
fingrunum."
Gerð er grein fyrir tveimur ítarlegum bréfum sem borist höfðu vegna greinar
Margeirs, annað frá Þormóði Sveinssyni, hitt frá Guðmundi Z. Eiríkssyni í
Villinganesi. Hvorugt þeirra varðar Hraunþúfuklaustur beinlínis, heldur eru í
þeim allmiklar bollaleggingar um ýmis örnefni á þessum slóðum og notkun
þeirra sem sýnilega hefur verið nokkuð á reiki.
Bréfin eru góð og gagnleg og sjálfsagt hefði verið að telja þau fram með
öðrum punktum þótt þau snerti lítt kjarna málsins. Vel má vera að enn leynist
fróðleiksmolar í ritum og verða þeir þá tíundaðir þegar upp koma.
í sömu grein er minnst á svonefnt Klaustur á Mývatnsöræfum. í því sambandi
hefði átt að vísa til bókar Ólafs Jónssonar: Ódáðahraun, Akureyri 1945, I,
bls. 60 og 417, og III, bls. 193 og 319; þarna er góðan fróðleik að hafa um leitar-
mannabyrgi þetta. — K. E.