Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 148
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Verstöðvatal.
Landvörður og vertollsmenn.
Happdrætti og hlutabót.
Beita og beiting.
Hákarl.
Flyðra.
Þorskhausar.
Fjörunytjar og strandjurtir.
Af þessari upptalningu verður að vísu ekki ráðið hve mikið efni
er hér um að ræða, en þess má geta að það fyllir 1086 vélritaðar
síður. 1 fyrrgreindum köflum verða hátt á þriðja hundrað skýringar-
teikningar og myndir og hefur töluverður hluti þeirra þegar verið
gerður.“
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi vann í safninu eins og mörg
undanfarin ár nokkra vetrarmánuði að viðgerðum safngripa. Einnig
vann Þórður Tómasson að heimildasöfnun fyrir þjóðháttadeild, eins
og hann hefur gert undanfarin ár, og einnig að samningu spuminga-
skráa.
Almennt um safnstörfin.
Hin almennu safnstörf, sem unnin eru innan húss, voru að mestu
hin sömu og undanfarin ár, skrásetning safngripa, skráning manna-
mynda og hvers kyns dagleg störf sem eru að mestu áþekk frá ári
til árs. Mikið er um hvers kyns upplýsingamiðlun, bæði til inn-
lendra og erlendra aðila, svo og fyrirgreiðslu við fræðimenn, bæði sem
vilja notfæra sér safnið til rannsókna eða kynnast því á annan hátt,
og má nefna að heimsóknir safnmanna frá öðrum löndum aukast
jafnt og þétt.
Um starfsemi þjóðháttadeildar hefur Árni Björnsson samið eftir-
farandi skýrslu:
„Greinargerð um starfsemi þjóöháttadeildar 1973.
Á árinu voru að venju sendar út tvær spurningaskrár. Hin fyrri
í apríl og fjallaði hún um leikföng barna áður en innflutt eða fjölda-
framleidd leikföng komu til sögunnar, svo sem bein, skeljar, horn,
steina o. fl. Síðari skráin var send út í október og var hún framhald á
fyrri skrám sem varða heyskapinn fyrir tíma vélanna. Var nú
einkum spurt um slægjulönd, skiptingu slægna, leigu þeirra, varnir