Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 149

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Side 149
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973 155 og hreinsun, svo og bletti sem sérstök trú var höfð á. Þórður Tómas- son sá að venju að mestu leyti um samningu spurninganna Á árinu bættust 378 ný númer í heimildasafn deildarinnar og hafa þau ekki orðið fleiri á einu ári. Voru því í árslok komin 3154 númer í þetta safn. í júlí-ágúst var farin nokkurra vikna ferð á vegum deildarinnar um Múlasýslur báðar og Austur-Skaftafellssýslu, bæði til að afla beinna heimilda og þó ekki síður nýrra heimildarmanna, en sífellt þarf að fylla í þau skörð sem eðlilega myndast í þeim hópi. í apríl var auk þess farin stutt ferð um Kjósarsýslu í sama augnamiði. Deutscher Akademischer Austauschdienst veitti safnverði deildar- innar þriggja mánaða styrk til dvalar við sambærilegar stofnanir í Sambandslýðveldinu Þýskalandi og dvaldist hann í Bonn, Miinster og Berlín í september—nóvember en sótti auk þess þýska þjóðfræði- þingið í Hamborg 1.—7. október. Lagði hann einkum stund á að kynna sér störf og aðferðir þarlendra við gerð svonefndra þjóð- háttakorta (Ethnological Atlas). Hann flutti auk þess fyrirlestra um íslenskar þjóðháttarannsóknir við þjóðfræðistofnunina í Munster og germanistadeildina við Freie Universitát í Berlín. Mjöll Snæs- dóttir fil. stud. annaðist á meðan að hluta til um starfsemi deildar- innar. Stundakennslu í þjóðháttafræði við Háskóla fslands var fram haldið á árinu og annaðist Árni Björnsson hana á vormisserinu en Mjöll Snæsdóttir á haustmisserinu. Reglulegir þættir um þjóðháttaefni voru sem áður fluttir í Ríkisútvarpinu fyrri hluta ársins en ekki um haustið sakir áður- greindrar fjarveru starfsmanns." Viðgerð safnhússins miðar ögn áfram þótt hægt gangi. Var á árinu lokið við að brjóta niður þakrennur á efra þaki að austan og setja eirrennur í staðinn, svo og á vesturhlið að miklu leyti. Er greinilegt að hér er mikil bót á ráðin því að ekki verður nú vart innrennslis með þakskeggi eins og áður var, en viðgerð þessi er mjög kostnaðarsöm og erfitt að mörgu leyti að fást við hana. Skipt var um gler í vesturhlið hússins og var sett tvöfalt belgískt verksmiðjugler, húðað örþunnu lagi af gulli að innan, en þetta gler, sem mun nýmæli hérlendis, á að eyða að mestu útfjólubláum geislum sólarljóssins sem upplita og eyðileggja safngripi. Slíkt gler, og svip- aðrar gerðar, er víða farið að nota erlendis í söfnum oð öðrum bygg- ingum þar sem upplitunarhætta er mikil og þykir hvarvetna gefast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.