Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 150
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mjög vel. Hefði verið rík ástæða til að setja slíkt gler í austurhliðina
einnig, en ekki var vitað um gler þetta þegar skipt var þeim megin.
Talsvert tjón varð á húsinu í miklu ofviðri sem gekk yfir landið
aðfaranótt 24. september. Fuku þá vinnupallar við efra þak hússins
að austan og braut timbrið allmargar tvöfaldar rúður á austur-
hliðinni. Þá losnaði eirþakið og lyftist á köflum á vestanverðu efra
þaki og mun verða að skipta um það þar. Þetta verður tilfinnanlegur
kostnaðarauki sem greiða verður af fé því sem ætlað er til annarra
viðgerða og viðhalds hússins.
Sýningar og aðsókn.
Engin breyting hefur orðið á opnunartíma safnsins; hann er hinn
sami og verið hefur um langa hríð; yfir vetrarmánuðina annan hvern
dag frá kl. 13,30—16,00 en frá miðjum maí til miðs september á hverj-
um degi á sama tíma. Safnið er þó oft á tíðum opnað utan hins venju-
lega sýningartíma, einkum vegna áningarfarþega Loftleiða sem
koma í safnið á hverjum degi að kalla má. Einnig eru skólaheim-
sóknar tíðar yfir veturinn og þá ævinlega fyrir hádegi þegar safnið
er annars lokað.
Tölur eru engar um fjölda skólanemenda sem heimsækja safnið
þannig en skráðir safngestir á sýningartíma að meðtöldum Loft-
leiðahópum voru á árinu alls 40.200.
1 tilefni 110 ára afmælis Þjóðminjasafnsins gekkst það fyrir
sýningu í Bogasal á ýmsum gömlum ljósmyndum og nefndist hún
Mannlíf í myndum. Stóð sýningin frá 24. febrúar til 25. mars og
var fjölsótt; sóttu hana 4.400 gestir og fékk hún góðar viðtökur.
Um gerð sýningarinnar önnuðust einkum safnverðirnir Gísli
Gestsson og Halldór J. Jónsson auk Leifs Þorsteinssonar ljósmynd-
ara sem sá um stækkun og vinnslu ljósmynda á sýningunni. Voru
þarna sýndar hinar elstu sólmyndir safnsins, sýnishorn af gömlum
Ijósmyndaplötum, gamlar ljósmyndavélar en þó einkum gamlar frum-
myndir úr eigu safnsins og nýjar stækkanir eftir gömlum myndum,
einkum úr söfnum Sigfúsar Eymundssonar og Péturs Brynjólfs-
sonar en einnig nokkuð frá öðrum ljósmyndurum.
Sýningar í Bogasal urðu annars sem hér segir:
Sovéslc alþýðulist, sýning á vegum menntamálaráðuneytisins, 20.
jan.—4. febrúar.
Mannlíf í myndum, afmælissýning Þjóðminjasafnsins, 24. febr.—
25. mars.