Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 151
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973
157
Chopin-sýning, á veg'um ísl.-pólska menningarfélagsins, 31. mars
—8. apríl.
Jakob Hafstein, málverkasýning, 12.—15. apríl.
Vigdís Kristjánsdóttir, sýning á listvefnaði, 28. apríl—13. maí.
Minningarsýning um Albert Dilrer, v. 500 ára minningar hans
1971, 19. maí—3. júní, á vegum félagsins Germaníu.
Alfreð Flóki, sýning á teikningum, 13.—21. október.
Þórdís Tryggvadóttir, málverkasýning, 27. okt.—4. nóvember.
Katrín Ágústsdóttir, batik, 10.—18. nóvember.
Ragnar Páll, málverkasýning, 24. nóv.—2. desember.
Kópernikus, sýning á vegum pólska sendiráðsins, 8.—16. desember.
Aðsókn að þessum sýningum var allmisjöfn, eins og að líkum
lætur, en ásókn í Bogasal til sýninga er alltaf mjög mikil. Er ekki
að sjá að þótt nýir og stórir sýningarsalir hafi verið teknir í notkun
nýlega bæti þeir mikið úr, enda þykja þeir fullstórir fyrir minni
háttar sýningar en Bogasalur er bæði hæfilega stór fyrir einkasýn-
ingar og leigu í hóf stillt. Nokkuð er þó alltaf um að aðilar, sem eiga
salinn pantaðan, hrökkvi úr skaftinu á síðustu stundu og verða því
stundum eyður í sýningartímann.
1 þessu sambandi má einnig nefna að „landhelgisbáturinn" svo-
nefndi var hafður til sýnis fyrir framan safnhúsið um tíma í júní.
Vakti hann mikla athygli, enda var landhelgismálið mjög á dagskrá
á þeim tíma og þá er útifundur var haldinn á Lækjartorgi um land-
helgismálið var báturinn hafður þar einnig til sýnis.
Hinn 4. júlí heimsótti Margrét II Danadrottning safnið ásamt
manni sínum Henrik prins, forsetahj ónunum og öðru fylgdarliði, en
þann dag hófst opinber heimsókn drottningar og prinsins. Dvöldust
þau alllengi í safninu og sýndu því mikinn áhuga, enda er drottn-
ingin fornleifafræðingur og áhugasöm um safnmál.
Safnauki.
Á árinu voru færðar 127 færslur í aðfangabók safnsins, en sú tala
segir ekki allt um safnaukann því að oft og tíðum eru margir hlutir
í sömu færslu frá sama gefanda og geta þeir jafnvel skipt tugum.
Safnaukinn er í rauninni mikill að vöxtum en meðal helstu gripa sem
safninu bárust á árinu má nefna eftirfarandi:
Kistill frá 1678, trafaöslcjur með loki frá 1687 og fleiri gamlir og
merkir gripir, gef. dánarbú Ragnars Ásgeirssonar ráðunautar;