Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Qupperneq 153
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973
159
Gréta Bendtsen, R.; Anna-Emilie Strobech, Kolding; Meyvant Sig-
urðsson, R.; Jakob B. Bjarnason, Síðu; Moens Museum, Stege; Stein-
unn Jóhannsdóttir, R.; Vilborg Harðardóttir, R.; dr. Jón Steffensen,
R.; Þórður Tómasson, Skógum; sr. Gunnar Árnason, Kóp.; sr. Skarp-
héðinn Pétursson, Bjarnanesi; Thorvaldsensfélagið, R.; Hólmfríður
Árnadóttir, R.; Konráð Gíslason, R.; Ingibergur Runólfsson, R.;
Sigfús M. Johnsen, R.; Jóhann Briem, R.; þjóðminjavörður, R.
Fornleifarannsóknir og fornleifavarsla.
Á árinu var enn haldið áfram rannsóknum á hinu gamla bæjar-
stæði Reykjavíkur og stjórnaði Else Nordahl fornleifafræðingur
henni. Var rannsakað frá um miðjum júní og fram til loka ágúst-
mánaðar. Beindist rannsóknin einkum að grunninum að Aðalstræti
14 og var lokið athugun á þeim stað. Þar eru leifar húsa frá Innrétt-
ingunum svo sem skýrt var frá í síðustu skýrslu, en eldri byggingar-
leifa varð lítt vart þar.
í annan stað var svo haldið áfram rannsókn við Suðurgötu, þar
sem húsið nr. 5 stóð og bak við það, og þar komu í ljós allmiklar
byggingarleifar frá síðari tímum sem erfitt er þó að henda reiður á,
en jafnframt leifar húss frá víkingaöld með ,,landnámslaginu“ mjög
skýru í veggjum. Kom einnig fram hluti af langeldi í gólfi og þar
fundust nokkrar perlur frá víkingaöld og járnöxi af víkingaaldar-
gerð. Verður aðaláherslan lögð á könnun þessa svæðis að ári.
Gísli Gestsson safnvörður hélt áfram rannsóknum sínum í Álfta-
veri en þar var árið áður hafist handa um rannsókn miðaldabæjar
sem farið hefur í eyði af völdum vatnsflóðs svo sem sagði í síðustu
skýrslu. — Var nú lokið rannsókn skálans og búrs handan bæjar-
dyra og þar kom í ljós gríðarmikill sár, byggður út úr búrinu svo
og fleiri sáför í búrgólfinu. Ljóst er, þótt mikið verk sé eftir við
þessa rannsókn, að hér er um gríðarstóran bæ að ræða og er fram-
hliðin um 50 m löng. Ekkert hefur enn komið í ljós sem tímasetur
bæinn nákvæmlega, en hann virðist ótvírætt vera frá seinni hluta
miðalda. Minna fannst af timbri í rústunum en árið áður og virðist það
einkum hafa varðveist á stofugólfinu sem liggur lægst.
Guðrún Sveinbjarnardóttir fornfræðinemi hóf rannsókn á hinum
gamla þingstað í Kópavogi. Var aðeins rannsakað þar skamman
tíma og komu í ljós ýmsar byggingaleifar, en rannsóknin er of
skammt á veg komin til að hægt sé að segja nokkuð að marki um
gerð þeirra mannvirkja sem þar eru.