Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1974, Page 161
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1973
167
1 Árbæ var lokið við að endurbyggja Þingholtsstræti 9 sem reist
var um sama leyti og Menntaskólinn og einnig var hafin endurbygg-
ing hússins Nýlendu sem Nýlendugata er kennd við og flutt var fyrir
nokkru í safnið. Þá var einnig flutt þangað húsið Laufásvegur 31,
stórt timburhús frá því um aldamótin.
Sjóminjasafn.
Við og við hafa á undanförnum árum komið upp hugmyndir um
sérstakt sjóminjasafn hér á landi þar sem þjóðin á afkomu sína mjög
undir sjónum komna og sjóminjar eru þess eðlis að þær rúmast illa
á almennu menningarsafni. Ekkert hefur þó orðið af framkvæmdum
þegar á hefur reynt en talsvert hefur safnast til Þjóðminjasafnsins
af sjóminjum svo og til byggðasafnanna.
Þjóðminjavörður átti viðræður við menntamálaráðherra um þessi
mál og kannaði jafnframt aðstæður og áhuga ráðamanna, einkum
í Hafnarfirði, en þar hafði verið safnað ýmsum sjóminjum. Hefur
Gísli Sigurðsson fv. lögregluvarðstjóri um langa hríð safnað mun-
um til byggðasafns. Átti þjóðminjavörður viðræður við bæjarráð
og bæjarstjóra Hafnarfjarðar og eru miklar líkur til að samvinna
geti tekist með ríki og Hafnarfjarðarbæ um stofnun sjóminjasafns
við Hafnarfjörð. Er einkum hafður í huga staðurinn við Skerseyri,
vestan bæjarins.
Þingmennirnir Geir Gunnarsson og Gils Guðmundsson fluttu á
Alþingi tillögu um stofnun sjóminjasafns og var hún samþykkt sem
þingsályktun. Verður því senn hafist handa um nákvæma athugun
á möguleika á stofnun safnsins.
Safnið fékk eignarhald á nokkrum gömlum bátum handa væntan-
legu sjóminjasafni, bát í Salthólmavík og Múla í Kollafirði, Nýjabæ
undir Eyjafjöllum og einnig bátum í Breiðafjarðareyjum sem brýn
nauðsyn er að bjarga í hús eins fljótt og unnt er.
Húsafrióunarnefnd.
Húsafriðunarnefnd liélt aðeins tvo reglulega fundi á árinu og féllu
fundir niður að mestu vegna þess að mál þau, sem nefndin hafði
lagt fyrir menntamálaráðuneytið og beiðst fyrirgreiðslu á, höfðu
fengið litlar undirtektir. Þó fengust undir lok ársins fram friðlýs-
ingar þeirra sex húsa í Reykjavík sem í opinberri eigu eru og lengi
hefur verið talið sjálfsagt að friðlýsa en það eru Stjórnarráðshúsið,
Alþingishúsið, Dómkirkjan, Menntaskólinn ásamt Iþöku og Safna-
húsið við Hverfisgötu.