Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Inngangur
Eftirfarandi ritgerð er tekin saman í tilefni af fornleifafræðilegri
rannsókn á Sámsstöðum í Þjórsárdal 1971—72. Markmið greinar-
innar er að lýsa þeim rannsóknum og að reifa nokkur fornleifafræði-
leg vandamál í ljósi þeirra. Þá er reynt að skýra að nokkru upphaf
fornleifai'annsókna í Þjórsárdal og fyrstu þróun þeirra.
Höfundur greinarinnar færir samstarfsfólki við rannsóknirnar á
Sámsstöðum 1971—72 bestu þakkir, þeim Helgu Guðmundsdóttur
og Gísla Gestssyni, 1. safnverði. Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi
þakka ég góða aðstoð, sem og Aksel Piihl tæknifræðingi. Ennfremur
þeim mörgu starfsmönnum Landsvirkjunar sem voru hjálplegir á
margvíslegan hátt. Þjóðminjasafn og Landsvirkjun stóðu straum
af miklum hluta kostnaðar við rannsóknirnar. Stjórn Gjafar Jóns
Sigurðssonar lét nokkurn fjárstyrk af hendi rakna svo að takast mætti
að koma ritgerð þessari áleiðis og kann ég stjórninni þakkir fyrir.
I Elstu ritheimildir um Þjórsárdal og Sámsstaði.
Elstu heimildir um Þjórsárdal eru Landnámabók og Islendinga-
bók. 1 Landnámu er getið Þorbjarnar laxakarls sem á að hafa numið
Þjórsárdal allan. I þremur Landnámugerðum er Gauks í Stöng getið
sem afkomanda Þorbjarnar.1 Þar er elsta heimild um bæjarnafn í
Þjórsárdal. í Landnámu eru þrír menn tilgreindir sem búendur í
Þjórsárdal; Steinólfur í Þjórsárdal,2 Otkell í Þjórsárdal3 og Hjalti
Skeggjason í Þjórsárdal.4
I Islendingabók er einnig getið Hjalta Skeggjasonar úr Þjórsár-
dal. Er þar sagt að Þangbrandur hafi skírt Hjalta og er mjög sagt
frá hlut Hjalta í kristnitökunni.5 6 I Noregskonungasögu Theodori-
cusar frá því um 1180 er einnig nefndur „Hialte de Thiorsardale"
sem skírður hafi verið af Theobrandusi, þ. e. Þangbrandi.0 Þar mun
stuðst við íslenskar heimildir, líklega aðrar en Islendingabók. Heim-
i Landnámabók (1900), bls. 119 og 227; Skarðsárbók (1958), bls. 180.
- Landnámabók (1900), bls. 86 og 202; Skarðsárbók (1958), bls. 131.
s Landnámabók (1900), bls. 119 og 227; Skarðsárbók (1958), bls. 180.
4 Ætt Hjalta í karllegg er í Landnámabók (1900), bls. 113 og 222; Skarðsárbók
(1958), bls. 172.
5 Islendingabók (1952), bls. 22—23.
6 Monumenta Historica Norvegiæ (1880), bls. 20.