Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 45
SÁMSSTADIR í ÞJÓRSÁRDAL
49
■ \ K
ý /;' 3, ; 4 .< • < c^'v' •<> * ‘ ; ... M V
\d ■ . ; ií&
.. -ýsELjýí ,-y / A' » á, í —cr\ J
, ' t , • *bJ0 £ ,
• -s-i. '<2££C* Tiir ' • J
. \ ' ð,c>í • - ■ :■'< ■ ! ” "(-.tf.z ,vi te ■ - ,V ' $ rv j .
’ '■ 'r. /sa"\i' ■ * { "■ S.3W" V
4. mynd. Úr Lbs. 4180, 4to. Teikning af Sámsstöðum úr vasabók Þorsteins
Erlingssonar 1895.
um leikur enginn vafi á að greinargerðir Brynjúlfs eru ýtarlegri og
meira á þeim að græða þótt þær séu vitanlega ekki gallalausar.
3. SámsstaSarannsókn Þorsteins Erlingssonar 1895.
Sumarið 1895 fór Þorsteinn Erlingsson um suður- og vestuxúand
og í'annsakaði fornminjar. Hafði hann til þess umboð frá Valtý Guð-
mundssyni prófessor í Kaupmannahöfn sem var vinur Þorsteins.
Rannsóknirnar kostaði Miss Cornelia Horsford, bandarísk kona sem
fýsti að vita hvernig byggðaleifar norrænna manna á miðöldum
litu út.
Það er ljóst að Valtýr hefur að nokkru lagt á ráðin um hvar Þoi'-
steinn skyldi rannsaka bæjarrústir. Þeir Þorsteinn virðast hafa
orðið samferða, eða hafa a.. m. k. hist í Reykjavík sumarið 1895, en
um veturinn höfðu þeir báðir dvalist í Kaupmannahöfn. En hér
hefur einnig ráðið nokkru náinn kunningsskapur og tengsl þeirra
Þorsteins Erlingssonar og Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi.35
Þorsteini var vel ljós hin mikla þekking Brynjúlfs á íslenskum
fornleifum.
35 Valdimar Briem (1916), bls. 8. Bréf frá Brynjúlfi til Þorsteins 18. nóvember
1894, Lbs. 4156, 4to, ber einnig ljósan vott um vináttu þeirra.
4