Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Síða 47
SÁMSSTAÐIR f ÞJÓRSÁRDAL
51
5. mynd. Blýsnúður af þelþráðarsnældu, sem
Þorsteinn Erlingsson aflienti Þjóðminjasafni
1895. Hann fannst milli fjóss og bæjar á Sáms-
stöðum, mesta þvermál 3.2 sm. Þjms. 1,159
Textinn á bl. 6V virðist eiga við hið vestasta af bæjarhúsunum, það
sem á síðari árum hefur verið nefnt stofa í húsaskipan Þjórsárdals-
bæja. Þorsteinn virðist kalla það eldhús, en eldstæðið í gólfi þess ein-
faldlega grófina.
Textinn á bls. 7r virðist hins vegar fjalla einkum um hið stærsta
af bæjarhúsunum og kallar Þorsteinn það skála eða eldaskála eins
og síðar hefur verið gert. „Litla hús“ Þorsteins mun vera bakhús það
sem hann síðar taldi baðstofu.40 Það sem Þorsteinn kallar „búr“ er
vestara bakhúsið, og hafa hús þau sem samsvara því í húsaskipan
Þjórsárdalsbæja haft það nafn síðar.
Efni textans á bl. 7V varðar allt innréttingar skálans, langeld o. fl.
Textinn er næsta torráðinn en snertir merkileg atriði, og verður því
ástæða til að ræða um þetta síðar.
Mælingar Þorsteins eru flestar góðar, en nokkrar eru alrangar.
Líklega hefur verið notaður kvarði en ekki alltaf talið rétt hve oft
hann hefur verið lagður á löngum vegalengdum. Einkum er baga-
legt hve stofa og búr hafa mælst rangt hjá Þorsteini. Þó telur Þor-
steinn bæjarhúsin lengri en Brynjúlfur, eða rúma 41 alin, en Brynj-
úlfur aðeins 35 álnir. Þessi mál eru bæði of stutt.
Rannsókn Þosteins á Sámsstöðum 1895 má telja bæði merkilega
og greinargóða. Hafa verður í huga að Þorsteinn gerði hana á skömm-
um tíma og við erfiðar aðstæður. Þetta var brautryðjandastarf í
Þjórsárdalsrannsóknum, og raunar íslenskri fornleifafræði almennt.
Til er einn gripur í Þjóðminjasafni sem Þorsteinn fann á Sámsstöð-
um 1895, hann er skv. safnskrá: „Blýsnúður af þelþráðarsnældu;
hann er heldur í minna lagi, en með sömu gerð og aðrir snúðar, sem
40 Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 44—46.