Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 49
SÁMSSTAÐIR f ÞJÓRSÁRDAL
53
7. mynd. Hreinteikning Daniels Bruuns af Sámsstöðum í Þjórsárdal, bygg'ð að
nokkru leyti á teikningu Þorsteins Erlingssonar. Fyrst prentuð í Fortidsminder
og nutidshjem 1897.
Bruuns af staðnum frá árinu 1896. Á öðru blaðinu eru frumdrættir
Bruuns af fjósinu á Sámsstöðum og af „grófinni“ eða eldstæðinu
í vestasta bæjarhúsinu. Á hinu blaðinu er tilraun til að rissa upp
afstöðu húsanna; bæjarhús eru merkt a, ,,útibúr“ b og fjós c og
loks eru byggingaleifar vestur undan bæjarhúsum merktar d. Á þessu
blaði eru og myndir af landslagi kringum Sámsstaði, önnur af bæjar-
stæðinu úr vestri en hin til suðurs frá bæjarstæðinu.
Bruun gerði stóra hreinteikningu af bæjarhúsunum á Sámsstöð-
um44 og notaði til þess teikningu Þorsteins Erlingssonar. Hann hefur
skreytt teikningu Þorsteins með skrástrikun í veggjastæðin og teikn-
að langeld Þorsteins hellulagðan, allt að því er virðist með samþykki
Þorsteins. Þá hefur Bruun bætt „útibúri“ og fjósi við teikninguna,
en þau hús hefur hann mælt sjálfur eins og glöggt kemur fram í
44 Þessi teikning Bruuns var fyrst prentuð í Daniel Bruun (1897), bls. 155,
síðar í Daniel Bruun (1928), bls. 143; frummynd hennar er geymd í National-
museet, 2. afdeling, Antikvarisk-topografisk arkiv, Árnes S.