Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ritum hans.45 Loks hefur Bruun sett línur í umhverfi húsanna; mun
það eiga að vera vísbending um landslag, en ekki er um mældar jafn-
hæðarlínur að ræða. Auk nýrra upplýsinga er talsverður fegurðar-
auki i mynd Bruuns, en villurnar í mynd Þorsteins standa óáreittar
(sjá 7. mynd).
Mjög líklegt er að Brynjúlfur frá Minni-Núpi hafi verið með Bruun
í Þjórsárdalsför hans sumarið 1896, þótt mig skorti beinar heimildir
um það. Hitt er víst að þeir Þorsteinn og Bruun hafa átt einhverjar
viðræður um för Bruuns áður en hann lagði af stað 1896. Víst er að
Brynjúlfur var í för með Bruun sumarið 1897.
5. Fráscignir og teikningar af Sámsstöðum á 20. öld.
f ritgerð sinni um húsagerð á fslandi birti Guðmundur Hannesson
mynd Þorsteins Erlingssonar af Sámsstöðum nær óbreytta frá því
sem hún er í „Ruins of the Saga Time“.46 Mælingar Þorsteins eru þar
raktar í lýsingu sem kemur heim við upplýsingar Þorsteins að öðru
leyti en því að talað er um mjóan torfbekk við norðurvegg í vestasta
bæjarhúsinu. Þorsteinn greinir ekki frá því að bekkur þessi hafi
verið út torfi. Frásögn Guðmundar ber með sér að hann hefur ekki
átt þess kost að athuga sjálfur rústir Sámsstaða og er hann því háður
frásögn Þorsteins um þær.
Aage Roussell birti í „Forntida gárdar i fsland“ ritgerð um húsa-
tóftir á íslandi. Þar segist hann hafa fengið tækifæri til að athuga
teikningu Þorsteins Erlingssonar af Sámsstöðum og bera hana saman
við rústirnar sjálfar.47 Árangurinn af þeirri endurskoðun var að
Roussell gerði eftirmynd útlína teikningar Þorsteins og féllst þar
með á mælingar hans. Sýnir það að Roussell hefur ekki mælt rúst-
irnar. Ennfremur hefur áttatákn verið sett á teikninguna og er það
enn fjær lagi en áttir í vasabók Þorsteins. Auk þess hefur ýmsum
atriðum verið sleppt sem Þorsteinn hafði á teikningu sinni, en skraut-
legt mynstur sett í veggjastæðin.48 Verður þessi meðferð Sáms-
staðarústa fremur að kallast afturför en framför í rannsóknum
þeirra.
45 Daniel Bruun (1897), bls. 155—156; mælingar Bruuns eru í fetum en mæling-
ar Þorsteins í metrum. Þetta er hins vegar samræmt og öll mál höfð í metrum
í Daniel Bruun (1928), bls 144.
4« Guðmundur Hannesson (1943), bls. 50—51.
47 Roussell (1943 c), bls. 203.
4« Roussell (1943 c), bls. 205.