Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 63
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
undan burðarviðum skálans. Þetta kemur þó nokkuð spánskt fyrir
sjónir þar sem aðeins voru um 40 sm til næstu basaltsteina austan við
sem einnig gætu verið undan burðarviðum. Hvernig sem túlka ber
þessar undirstöður þá virðast þær benda til allflókinnar viðarinnrétt-
ingar skálans.
Vikið upp í setið á sér hliðstæðu í lítilli steinþró á svipuðum stað í
skálanum í Stöng. Kallar Roussell hana „stenkiste“ og segir hana um
70 x 40 sm að stærð og um 35 sm djúpa.52 Ekki kann Roussell að
gefa neina skýringu á þessari innréttingu í Stöng. Ef til vill er þró
sú sem Roussell kallar „firkantet kar af tufsten“ í skálanum í Skalla-
koti sömu ættar. Stærð Skallakotsþróarinnar var um 60 x 40 sm.53
Steinlagða þró fann Þorsteinn Erlingsson í skálanum í Áslákstungu
innri á svipuðum stað og vikið á Sámsstöðum og þróin í Stöng, stærð
hennar var „length 68 cm„ breadth 63 cm„ depth 40 cm„ paved with
stones also at the bottom.“54 Má af þessu marka að vikið í setið á
Sámsstöðum sker sig nokkuð úr þar sem það er ekki fóðrað með hell-
um Beinaleifarnar á botni þess benda til að steinþró eða ílát af öðru
tagi hafi ekki verið í vikinu. Þess má geta að Kristján Eldjárn hefur
varpað fram þeirri tilgátu að umræddar þrær í Stöng og Skallakoti
séu mundlaugar og sambærilegar við steinskál í dyrakampi á Þórar-
insstöðum.55 Verður sú tilgáta fremur ólíkleg í ljósi Sámsstaðavitnis-
burðarins.
Á mörkum norðursets og gólfs í langeldshluta skálans mátti finna
nær samfellda röð af sandsteini og sandsteinsbrotum með Þjórsár-
hraunssteinum innan um. Líklegt er að þar sé um að ræða undir-
stöður einhvers konar stokks. Hins vegar voru mörk suðursets og
gólfs í þessum hluta skála ekki afmörkuð með sama hætti, en voru
þó skýr. Röð þriggja steina um þvert norðurset í þessum hluta
skála er sennilega undan stokki.
Erfitt var að átta sig á langeldinum sakir þess hve mjög hafði
verið rótað í honum. Lengd sjálfs eldhólfsins var um 80 sm, og það
hefur hvergi verið breiðara en um 40 sm, víðast rúmir 20 sm. Allt
eldstæðið var rannsakað af ýtrustu nákvæmni, en vegna þess hve
öllu hafði verið umturnað var eftirtekjan rýr. Á sérstakri teikningu
með lóðskurði (11. mynd) má glöggva sig á því sem í ljós kom.
53 Roussell (1943 b), bls. 82.
53 Roussell (1943 a), bls. 65.
54 Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 35.
55 Kristján Eldjárn (1949), bls. 17.