Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 69
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var allt tóftarhornið suður og vestur af eldstæðinu máð af vatni og
veðrum.
Tveir kolalagslausir blettir voru nálægt miðju gólfi í austur-
enda stofutóftarinnar. Vestan við þá var alldjúp gróp ofan í kola-
gólfið og dæld um grópina miðja. Grópin var um 2.4 m frá austur-
gafli tóftarinnar um þvera tóft í gólfinu miðju. Skammt fyrir vestan
grópina voru tveir litlir kolalagslausir blettir.
1 suðurhluta tóftarinnar nálægt dyrum til skála var alldjúp laut,
kolaborin í gólfið. Sést hún á lóðskurðarteikningu C-D. I austurbarmi
lautarinnar var steinn sem greinilega var á einhvern hátt tengdur
henni, þar sem kolalagið lá að honum á alla vegu.
Viðarkolalagið í stofugólfinu var fremur þunnt miðað við það
sem gerðast sums staðar í skálanum, það var þó oft um 3 sm að
þykkt.
Eins og annars staðar í bæjarhúsunum voru aðeins leifar eftir af
veggjum stofunnar. Einungis steinaundirstöður undan veggjum voru
eftir og þær voru mjög illa farnar. Af austurhluta suðurveggjar má
sjá að eitt sinn hafa undirstöður hans verið a.m.k. tvær samhliða
steinaraðir, hvor undir sinni veggjarbrún. Vesturgaflinn var einföld
röð örfoka stórgrýtis. Norðurveggjarundirstöðurnar voru meira eða
minna haggaðar, einkum hafa þær sigið til suðurs undan hallanum
inn yfir tóftina. Undirstöðurnar hafa upprunalega verið a.m.k. tvö
grjótlög á hæð ef að líkum lætur.
Sjáanlegar leifar af innréttingum í stofunni á Sámsstöðum munu
flestar eiga sér hliðstæður í stofum annarra bæja í Þjórsárdal sem
rannsakaðir hafa verið.
Helsta einkenni stofunnar á Sámsstöðum eru bekkir meðfram lang-
veggjum. Leifar þessara bekkja voru raðir af sandsteini eða Þjórs-
árhraunssteinum í jaðri gólfs Þessar leifar voru nokkuð skýrar við
norðurvegg stofunnar og má telja víst að bekkur hafi verið við þann
vegg allan. Hins vegar voru leifar þessar óskýrari við suðurvegg, en
þar var rústin illa varðveitt. Líklegt er að einhvers konar vik hafi
verið í bekkinn í suðausturhorninu. Bekkurinn hefur að öðru leyti
verið samfelldur a. m. k. vestur fyrir eldstæði, um það báru vitni
örsmáar og óverulegar, en þó ótvíræðar, sandsteinsleifar nærri suð-
urvegg. Koma þær ekki fram á flatarteikningu öðru vísi en að fund-
arstaður er merktur með S.
Erfitt er að fullyrða hve breiðir þessir bekkir við langveggina
hafi verið, ef til vill nálægt 40 sm. Hæð yfir gólfi hefur verið a. m. k.
um 30 sm.