Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 88
90
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þetta hafa orðið fyrir tæpum þrjú þúsund árum.85 Að sjálfsögðu
verður að gera ráð fyrir því að gjóskuskaflinn hafi verið gróinn
og álitlegur til ábúðar þegar hafið var að byggja þar hús (sjá 9.
mynd).
Við rannsóknina 1971 varð vart við að mikil veðursæld er einmitt
á sjálfu bæjarstæðinu. Virtist sem þar væru stillur meðan gróður
sveigðist fyrir vindi annars staðar. Kann það að skýra að einhverju
leyti hina miklu dýpt gjóskunnar undir bænum, um leið og það
gefur vísbendingu um að bæjarstæðið hafi í öndverðu ekki verið
valið af handahófi í þessu tilliti.
Það sem telja má með merkilegri árangri af þessari rannsókn var
að í ljós kom að bæjarrúst sú á Sámsstöðum sem var sýnileg á yfir-
borðinu og Þorsteinn Erlingsson rannsakaði var ekki elsta húsa-
rúst á staðnum þar sem undir skálanum varð vart við eldri byggða-
leifar eins og getið er hér á undan. Gólf þessa elsta húss hefur verið
sem næst á sjálfri gjóskuundirstöðunni, en gólf skálans ofan á var um
40 sm ofar. Á milli gólfa var moldar- eða leirjarðvegur. Gólf stofunn-
ar var sem næst beint á gjóskuundirstöðunni, og líklega hefur hún að
nokkru verið niðurgrafin. Rétt er að taka það fram að stofa heyrir
tvímælalaust til sama byggingarstigi og skáli, ekld byggingarstigi
hússins undir skálanum. Búrið virtist liggja ofan á óhreyfðum mold-
ar- eða leirjarðvegi sem hulið hefur gjóskuskaflinn þegar hús voru
byggð á Sámsstöðum, svo var og um kamar að nokkru leyti.
1 jarðveginum undir skálanum sem skilur að tvö byggingarstig
á Sámsstöðum varð vart við fíngerða svarta eldfjallaösku. Á lóð-
skurðarteikningu E—F (sjá bls. 64) er fundarstaður þessarar fín-
gerðu ösku merktur með ör frá K — 1000. Sýni var tekið á þessum
stað 1971 og fengið Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi við Raun-
vísindastofnun Háskólans til ljósbrotsmælingar. 1 bréfi til greinar-
höfundar 11. ágúst 1972 greinir Sigurður frá niðurstöðu sinni:
„Svört aska úr torfi undir skálatóft: n^ 1.596, þ.e. hærra en nokkur
Hekluaska sem ég hef mælt, og mjög sambærilegt við t. d. K 1000
(n<=£ 1.594).“ Einnig varð vart við slitrótt svart gosöskulag í um
það bil sömu hæð undir búrgólfi. Þar undir virtist vera s. k. land-
námslag, gráleitt og nokkuð samfellt. Niðurstaðan af þessu verður
sú að miklar líkur séu til að bæjarrústin á Sámsstöðum sem sýnileg
er á yfirborðinu sé af bæ sem hefur verið reistur eftir K-—1000. Húsa-
leifarnar undir bæjarrústinni eru eldri en K-—1000.
85 Sigurður Þórarinsson (1967), bls. 20—21.