Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 88
90 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þetta hafa orðið fyrir tæpum þrjú þúsund árum.85 Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir því að gjóskuskaflinn hafi verið gróinn og álitlegur til ábúðar þegar hafið var að byggja þar hús (sjá 9. mynd). Við rannsóknina 1971 varð vart við að mikil veðursæld er einmitt á sjálfu bæjarstæðinu. Virtist sem þar væru stillur meðan gróður sveigðist fyrir vindi annars staðar. Kann það að skýra að einhverju leyti hina miklu dýpt gjóskunnar undir bænum, um leið og það gefur vísbendingu um að bæjarstæðið hafi í öndverðu ekki verið valið af handahófi í þessu tilliti. Það sem telja má með merkilegri árangri af þessari rannsókn var að í ljós kom að bæjarrúst sú á Sámsstöðum sem var sýnileg á yfir- borðinu og Þorsteinn Erlingsson rannsakaði var ekki elsta húsa- rúst á staðnum þar sem undir skálanum varð vart við eldri byggða- leifar eins og getið er hér á undan. Gólf þessa elsta húss hefur verið sem næst á sjálfri gjóskuundirstöðunni, en gólf skálans ofan á var um 40 sm ofar. Á milli gólfa var moldar- eða leirjarðvegur. Gólf stofunn- ar var sem næst beint á gjóskuundirstöðunni, og líklega hefur hún að nokkru verið niðurgrafin. Rétt er að taka það fram að stofa heyrir tvímælalaust til sama byggingarstigi og skáli, ekld byggingarstigi hússins undir skálanum. Búrið virtist liggja ofan á óhreyfðum mold- ar- eða leirjarðvegi sem hulið hefur gjóskuskaflinn þegar hús voru byggð á Sámsstöðum, svo var og um kamar að nokkru leyti. 1 jarðveginum undir skálanum sem skilur að tvö byggingarstig á Sámsstöðum varð vart við fíngerða svarta eldfjallaösku. Á lóð- skurðarteikningu E—F (sjá bls. 64) er fundarstaður þessarar fín- gerðu ösku merktur með ör frá K — 1000. Sýni var tekið á þessum stað 1971 og fengið Sigurði Steinþórssyni jarðfræðingi við Raun- vísindastofnun Háskólans til ljósbrotsmælingar. 1 bréfi til greinar- höfundar 11. ágúst 1972 greinir Sigurður frá niðurstöðu sinni: „Svört aska úr torfi undir skálatóft: n^ 1.596, þ.e. hærra en nokkur Hekluaska sem ég hef mælt, og mjög sambærilegt við t. d. K 1000 (n<=£ 1.594).“ Einnig varð vart við slitrótt svart gosöskulag í um það bil sömu hæð undir búrgólfi. Þar undir virtist vera s. k. land- námslag, gráleitt og nokkuð samfellt. Niðurstaðan af þessu verður sú að miklar líkur séu til að bæjarrústin á Sámsstöðum sem sýnileg er á yfirborðinu sé af bæ sem hefur verið reistur eftir K-—1000. Húsa- leifarnar undir bæjarrústinni eru eldri en K-—1000. 85 Sigurður Þórarinsson (1967), bls. 20—21.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.