Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 95
SÁMSSTAÐIR í ÞJÓRSÁRDAL
97
Venjulegri gerðþróunarfræði (týpólógíu) er ekki unnt að beita á
íslenskar bæjarrústir frá fyrri tíð. Ekki verður með vissu sett upp
nein gerðþróunarröð (týpólógísk sería) vegna þess hve fáar rústir
hafa verið rannsakaðar fræðilega. Auk þess er mikið vafamál hvort
slík gerðþróunarröð er réttlætanleg ef til hennar eru tíndar bæjar-
rústir hvaðanæva að af landinu, og er þá komið að öðru grundvallar-
atriði.
Það er alkunna að búskaparlag á fslandi gat verið með talsvert
ólíkum hætti eftir landshlutum, a. m. k. á síðari tímum. Það er einnig
vitað að húsagerð var mismunandi á síðari öldum. Margar tilraunir
til alhæfinga um þróun íslenskra bæjarhúsa eru með þeim annmarka
að ekki er gert ráð fyrir svæðisbundnum mun eða tilbrigðum í húsa-
gerð. Vitnisburði er þá þrengt í fyrirfram smíðaða ramma tiltölulega
einfaldrar þróunar sem gilda á fyrir allt landið. Þá verður líka að
loka augunum fyrir öllu því sem ekki verður þröngvað í þannig
upphugsaða ramma.
Þótt ýmsar rannsóknir á fornum íslenskum bæjarrústum séu harla
bláþráðóttar verður að taka þær gildar svo langt sem þær ná meðan
annað er ekki sannreynt. En það er mjög líklegt að svæðisbundinn
munur hafi verið á íslenskri húsagerð snemma á öldum.
Af framangreindu má vera ljóst að ekki er unnt að tímasetja
bæjarrústir samkvæmt þeim alhæfingum sem fram hafa verið settar
um þróun í íslenskri húsagerð. Hún er of margbrotin til að henni
verði gerð fullnægjandi skil á grundvelli þeirra fáu fornleifarann-
sókna sem gerðar hafa verið.
D. NiÖurstöður.
Niðurstöðurnar sem draga má af ofangreindu eru í stuttu máli
þessar.
Áður en Kötlugosið, sem einkennist af gjóskulaginu K^IOOO,
varð hefur verið byggt a. m. k. eitt hús á Sámsstöðum í Þjórsárdal.
Það hefur verið byggt á grónum hæðarrana sem legið hefur til suð-
vesturs frá Sámsstaðamúla í átt til Fossár.
Eftir að Kötlugosið varð hafa verið byggð ný og fleiri hús á
þessum stað. Það eru þau bæjarhús sem enn eru sjáanleg á yfirborði,
skáli, á rústum gamla hússins, og sambyggð honum stofa, búr og
kamar. Við austurenda skálans hefur verið einhvers konar skemma
eða útibúr og austur af bæjarhúsunum fjós og hlaða.
Bærinn hefur verið yfirgefinn við Heklugosið mikla um 1104, hann
7