Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 104
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eins og sjá má af lóðskurðarteikningunni hefur það verið grafið
um það bil 1 m niður fyrir gólfskán. Gólfskánin hefur líklega legið
þétt að kerinu. Á einum stað í sandlaginu varð vart við lítilsháttar
grábláan jökulleir sem vel getur hafa verið notaður til að þétta
kerið. Sjá má á 17. mynd hvernig viðarkolaborin gólfskánin slútir
yfir sandlagið. Ofan á sandlaginu voru nokkrir steinar en mest bar
á tiltölulega hreinum vikri sem greinilega hafði verið borinn í sá-
farið. f þessum vikri voru nokkrar torfur eða rofmoldir og sums
staðar varð vart við leifar af mjög morknu hrísi. Ofan á þessum
vikri var moldarblandnari vikur. Ofan á því lagi var svo sand- og
leirblandinn áfoksvikur, lögóttur. Þessa lagskiptingu má sjá bæði á
lóðskurðarteikningu I—K og 28. mynd.
í syðra sáfarinu var jarðlagaskipan önnur en í því nyrðra. Neðst
í því var moldarblandinn vikur með alls konar leifum svo sem stein-
kolubroti, kúskel, beinaleifum, öskudrefjum, járngjalli og kljásteini
(fundaskrá nr. 19—20, og 22—26). Virtist kerið í farinu hafa verið
um 120—-123 sm í þvermál neðst. Ofan á vikurlaginu var gulur vikur-
sandur, sams konar og var neðst í nyrðra sáfarinu. En í syðra sá-
farinu lá leirblandinn og lögóttur áfoksvikur beint ofan á vikur-
sandinum. Þessa lagskiptingu má sjá á lóðskurðarteikningum M-—O
og L.
Milli sáfaranna var haft úr botnvikri. Yfir það lá guli vikursand-
urinn og náði þannig um bæði sáförin. Ofan á sandinn höfðu lagst
torfur þarna á haftinu sbr. lóðskurðarteikningu K.
Elst laganna í sáförunum er moldarblandna vikurlagið í syðra sá-
farinu þar sem svo margt var að finna. En áður en þessi vikur hefur
verið settur þarna hefur staðið ker í farinu. Má telja ummerk-
in eftir það ker vísbendingu um elsta greinanlega byggingar-
stig búrsins. Hafa verður í huga að vitnisburðurinn er neikvæður,
þ. e. far eftir ker en ekki kerið sjálft. Hafi minni ker verið á þessum
stað áður og farið síðan víkkað fyrir þetta ker sjást þess engin
merki. Ekki eru heldur áreiðanlegar líkur fyrir því að þar sem
nyrðra sáfarið var hafi verið sáfar þegar elsta kerið var í syðra sá-
farinu.
Á næsta greinanlega byggingarstigi búrsins hefur moldarblandna
vikurlaginu verið komið fyrir í syðra sáfari. Þá hefur einnig stóra
nyrðra sáfarið verið grafið. Settir hafa verið niður sáir í bæði sá-
förin, og þétt hefur verið að þeim og troðið niður með þeim gulum
vikursandi. Eftir það er uekki greinanleg fleiri stig í syðra sáfarinu