Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 146
148
ÁRBÓK FORN LEIFAFÉLAGSINS
J þeim fimmta partenum (so sem ieg hefe hringnum sundur skift)
eru fimm heiler somu stafer enn vantar þann siótta og sióunda, sa
attunde er þar og þar med er hringurenn ute.
Biriar so hina somu stafena þar vid, sem adur eru malader, hvad
efter annað upp á fyrrsagdann hátt. Ecke er nockurstadar ordaskil
ad siá á þessu letre og eingenn klausa, strik nie punktur".
Fróðleiksgrein þessi virðist vera skrifuð í nokkrum flýti (eins
og nr. 4). Letrið á fatinu er þó trúlega rétt upp tekið. Orðið Jclaiisa
mun hér líklega merkja setningarlok eða þvíumlíkt.
Skírnarfat þetta er enn í kirkjunni í Ögri. Matthías Þórðarson
skrifar þannig um það í kirknabók sína á yfirreið hinn 22. ágúst
1913:
„Skírnarfat fornt úr messing, mjög þykkt, djúpt, barmar mjóir,
2 leturlínur þrykktar á botn: BART :ALZEIT :GELVEK, endurtekið
6 sinnum, og í innri línunni hið ólæsilega letur (M. Luther?) ; um-
hverfis á botninum eru stimpluð blóm, og sömuleiðis á barmi, en
bylgjurós á miðjum botni; þverm. 37,6 cm, hæð 5,3 cm.“
Svo sem sjá má ber þeim vel saman, böfundi minnisgreinarinnar
og Matthíasi, þótt tveggja alda haf sé á milli.
Sýnilega er þetta eitt af þeim fjölmörgu messingarfötum sem
notuð voru sem skírnarföt í íslenskum kirkjum, þótt þau væru upp-
haflega gerð eigi síður til margskonar veraldlegra þarfa. Mörg eru
þau enn til í kirkjum hér og Þjóðminjasafnið á einnig ágætt safn
þessara forngripa. Flest munu fötin vera frá 17. öld, en nokkur eru
þó eitthvað eldri. Yfirleitt eru þau þýslc að uppruna, og voru borgir
eins og Niirnberg, Augsburg, Braunschweig og Lúbeck þekktar fyrir
framleiðslu slíkrar vöru. Áletranir eru með síðgotnesku letri, á
lágþýsku, harla torlesnar. Gagnlegt væri og skemmtilegt að einhver
listfræðingur tæki sig til og rannsakaði öll slík föt hér á landi,
flokkaði þau, aldursgreindi og ættfærði, sbr. ummæli í Hundrað ár í
Þjóðminjasafni, nr. 46.
6. Altarisbrík á Eyri í Seyðisfirði.
„Eyrarkirkiu j Seidisfyrde fylger ein brijk sem stendur yfer altare
þar. Innan á henne er málud kvolldmáltijdar historiann, á vængiun-
umm innann til er og málad eitthvad þvilijkt ur historia Christj.
Utann til á vinstra vængenum stendur máladur biskup med mijtur