Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 154
156
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að skrín undir slíka ginnhelga hluti voru til í fjölmörgum kirkjum.
Um þetta efni nægir að skírskota til rita F. B. Wallem og Guðbrands
Jónssonar, sem nákvæmar er vitnað til á bls. 161, þar sem fjallað er
um vatnskarla. Máldagarnir eru að venju fáorðir um gerð þessara
skrína, en þar fellur þó eitt og eitt orð sem sýnir að þau voru með
ýmsu móti fagurlega búin. Aðeins einu miðaldaskríni er sæmilega
lýst í heimildum, en það er Þorláksskrínið mikla í Skálholtsdóm-
kirkju. Gegnir um það sérstöku máli, þar sem það var eitt af þremur
dýrlingaskrínum sem til voru hér á landi, en þau voru að jafnaði
miklu stærri og íburðarmeiri en önnur skrín (sjá um þetta Árbók
1973, bls. 19 og áfr.). Aðrar lýsingar eru engar til af íslenskum
helgiskrínum, nema þessar tvær frá hendi Árna Magnússonar. En
af öllum hinum mikla fjölda skrína hafa aðeins tvö varðveist, annað
frá Valþjófsstöðum í Fljótsdal, nú í Þjóðminjasafni, Þjms. 3612
(lýst með mynd í Árbók 1898, bls. 35—37), hitt í miðaldadeild Þjóð-
safns Dana, nr. CMXXIII (mynd í Islenzk list frá fyrri öldum,
Reykjavík 1957, nr. 66), og má þó hér við bæta gafli úr skríni með
Limogesverki, sem Þjóðminjasafnið eignaðist 1974, frá Ási í Holtum í
Rangárvallasýslu og hafði fundist þar í jörðu (Árbók 1975, bls. 142).
Skrínin tvö, sem varðveist hafa nokkurn veginn heil, eru mjög
skyld að allri gerð, þótt stærðarmunur sé nokkur, Valþjófsstaða-
skrínið um 35 sm að lengd (og önnur mál eftir því), en Keldnaskrínið
22,5 sm. Þau eru bæði með húslagi og svölum eða boghliðaröð niðri,
tiltölulega mjó og há, gerð úr þunnum fjölum, en hafa síðan verið al-
þakin gylltum látúnsþynnum með uppdrifnu mynda- og skraut-
verki, þótt allmikið vanti nú á þennan búnað, einkum á Valþjófs-
staðaskríninu. Á báðum hefur verið krossfestingarmynd í miðju á
annarri hlið, en postularnir eða aðrir helgimenn út frá. Hálfeðal-
steinar eða bergkristallar hafa verið greyptir inn í á völdum stöðum
til frekara skrauts. Á báðum skrínum er ferhyrnt gat á botni, og
hefur þar verið smeygt inn þeim helgum dómum, sem í þeim skyldi
geyma.
Ef þessi fáorða lýsing skrínanna tveggja er borin saman við
lýsingu Árna Magnússonar á skrínunum sem voru í kirkjunum á
Þykkvabæjarklaustri og Kálfafelli, má ljóst vera hve náskyld, og
segja má nauðalík, þau eru öll fjögur. Skrínið frá Valþjófsstöðum
er að vísu stærst, en það gerir minnstan mun, því að öll eru þau ber-
sýnilega dæmi um sömu listiðn, að drífa upp og púnsla myndir á
látúnsþynnur eða silfurþynnur, oftast gylltar, og klæða með þeim
siéttsmíðaðan tréhlut. Frægustu hlutir af þessari tegund á Norður-