Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 155
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR
157
löndum eru hin dönsku svonefndu gylltu ölturu frá hámiðöldum, með
rómönsku verki, og þannig hafa þessi íslensku skrín verið, líklega frá
13. öld eða jafnvel allt frá um 1200. Vel hafa þau getað verið smíðuð
hér á Islandi, eins og nærri má geta, þar sem sjálft Þorláksskrín
var gert hér heima, af Þorsteini skrínsmið, og trúlegt er að það hafi
einmitt verið skreytt með sömu aðferð, þótt á því hafi líklega fremur
verið gylltar silfurþynnur en látúnsþynnur. En vitaskuld er einnig
hugsanlegt að þessir hlutir hafi verið innfluttir, úr því er ekki unnt
að skera. Einhvern veginn finnst manni þó sennilegt, þegar Þorláks-
skrínið er haft í huga, að þessi litlu skrín úr íslenskum kirkjum
séu verk innlendra manna.
Merkilegt er að þær tvær lýsingar sem Árni Magnússon hefur gert
af íslenskum skrínum skuli koma svo vel heim við þau tvö skrín sem
varðveist hafa. Þau eru öll nákomnir ættingjar. Slíkt getur verið
tilviljun. En hitt er þó leyfilegt, að telja það bendingu um að skrín
af þessari gerð hafi verið algengust í íslenskum kirkjum á mið-
öldum.
9. Vatnskarlar Þuríðar Sæmundsdóttur.
„Vid Bæiar kirkiu (breytt í: J Bæ hia Þuridi Sæmundsdottur) ij
Flöa eru þriu kopar liön (vatzkarlar ut puto). Bændurner trua á
þaug, svo ad ef fenadur þeirra verdur siukur med eitthvort slag, þá
er honum gefed þar af ad drecka, og segia þeir batne.-----Eg
á þau nu.“
Minnisgrein þessi er skrifuð með hendi sem ekki verdur fullyrt
hvers er, en mun vera hönd einhvers skrifara Árna Magnússonar, lík-
lega helst Þórðar Þórðarsonar (síðar Skálholtsráðsmanns). Breyt-
inguna: J Bæ hia Þuridi Sæmundsdottur hefur Árni ritað með eigin
hendi, og sömuleiðis bætt við orðunum: Eg a þau nu, þegar hann
hefur verið búinn að ná tangarhaldi á vatnskörlunum.
Á annað blað hefur svo Árni skrifað, að því er virðist í fram-
haldi af þessu eftir seinni upplýsingum:
„Kopar lionen vid Bæjarkirkiu i Flöa (nescio an sit templi vel
sacerdotis) eru tvó, eitt stört og annad minna, þridie vatnskarlenn
er hestur af kopar, mun taka 3. potta. Af hestenum gefa bændur
siukum hestum ad drecka, af stærra lionenu kúum, af því minna
saudfe.“