Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 162
ENN UM ÞORLÁKSSKRÍN
1 grein í Árbók fornleifafélagsins 1973 hefur dr. Kristján Eldjárn tínt til
mjög margar og merkar heimildir um fornan helgidóm landsmanna, Þorláks-
skrín í Skálholti. Pyrir nokkru rakst ég á heimildir um Þorláksskrín til viðbótar
og skulu þær nú raktar.
Árið 1823 sendi Steingrímur Jónsson, þá prófastur í Odda, helgidómaskrín úr
Keldnakirkju til hinnar konunglegu fornminjanefndar í Kaupmannahöfn. Skrín-
ið er enn varðveitt í danska þjóðminjasafninu (Na. CMXXIII). Frá sending-
unni segir Steingrímur í bréfi til vinar síns Finns Magnússonar, 15. ágúst 1823:
Nu sende eg Commissioninni Keldna kirkiu Skrinid og mun þau ovida ordid
ad hitta — mun þad ecke vera Þorláks Skryn? mer kemur þad fyrir í því
smáa, svo svipad því stora sem vid nedribeckíngar sátum fýrir framan nordan-
megin í Kórnum í Skálholti, þad var eins og þú manst til allt beslegid. (Rigs-
arkivet. Finn Magnusens arkiv. Breve frá Islændere).
Sama efnis getur Steingrímur í bréfságripabókum sínum:
um Keldna Skrinid — maski Þorlaks likt þvi stora fyrri i Skalhollti. (Þjóð-
skjalasafn. Conceptabækur Steingríms Jónssonar No. 23).
Árið 1836 birtist greinin „Om indenlandske Helgenes Skrinlæggelse og Dyrkelse
i Middel-Alderen blandt Nordboerne" eftir Finn Magnússon í Nordisk Tidskrift
foir Oldkyndighed. Þar segir Finnur frá því að Þorláksskrín hafi varðveist í
Skálholti til loka 18. aldar. „Dog var det vist ikke det oprindelige, men et meget
nyere, og i al Fald berovet alle dets kostbare Prydelser." (bls. 362). Finnur til-
færir lýsingu föðurbróður síns, Eggerts Ólafssonar, á Þorláksskríni og bætir síð-
an við í neðanmálsgrein: „Jeg har selv i min Barndom tit betragtet dette Skrin,
og Levningerne af det emaillerede Broncebeslag. Ogsaa erindrer jeg, at et
rundt Vindue eller Kikhul var anbragt paa dets ene Gavl.“ (bls. 363).
Steingrímur Jónsson gekk í Skálholtsskóla og kenndi þar einnig síðustu ár
skólans. Finnur Magnússon ólst að nokkru leyti upp í Skálholti. Þetta eru því
merkilegar heimildir eftir kunnuga menn um Þorláksskrín á síðustu ævidögum
þess.
Sveinbjörn Rafnsson