Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 54
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
un á efri brún er mér ekki kunnugt, til þess skortir nákvæmari heirn-
ildir. Fleiri samanburðarefni má tiltaka. I Uvdal kirkju í Nummedal
eru leifar eftir leskór (lectorium) að talið er, með slá bogaskorinni.
Frá Torpokirkju í Hallingdal er til samskonar slá, sem ef til vill er úr
kórskilvegg. I hvorugu þessara síðarnefndu tilfella er þó hægt að sjá
að gróp sé ofan á slánum. Nú er það e.t.v. tortryggilegt að bogarnir
skuli ekki vera á slánni í Hólum alla leið. 1 Reinlikirkju sést greini-
lega að slíkur umbúnaður gæti hentað þar. Eins og sjá má er nokkurt
bil á slánni frá kórboga að pílárabogum. Við núverandi aðstæður er
ekki hægt að sjá endana á bogskornu syllunni og þar með ganga úr
skugga um, sé það á annað borð hægt, hvort þar eru einhver þau
ummerki, sem gæfu nánari vísbendingu um hvort þessi tilgáta mín
er rétt eða röng (21., 51., og 52. mynd).
Við margar norsku stafkirknanna eru umgöng, sem kallað var að
fornu, en Norðmenn nefna gallerí. Á þeim öllum eru ofanvert tré
með slíkum hálfbogum ískornum. Sá er þó munur á þeim og hinum
úr kórskilunum, að stærð þeirra er mun meiri og þeir eru allir tjarg-
aðir á annarri hliðinni. Það er því hæpið að gera skynsamlegan sam-
anburð á þeim og syllunni í Hólum. Við núverandi aðstæður tel ég því
að margnefnd sylla sé upprunalega úr kórskilvegg kirkju, sem er eldri
en báðar torfkirkj urnar en gæti hafa verið notuð sem sylla seinna.
Úr skemmunni víkjum við okkur inn í þvergöngin til stofu og
í loft hennar, í búr og eldhús og bæjardyr. Lítum á þessi þiljubrot,
sem legið hafa fyrir fótum manna í hartnær hálfa öld, ef að líkum
lætur. Á íslandi eru til á þrem stöðum fornar þiljur, gerðar með svip-
uðu lagi, Keldum á Rangárvöllum, Stóru-Ökrum í Blönduhlíð og
Reynistað, og kalla mætti grópþil. Annað hvert borð er með grópi á
báðum endum, sem í ganga á víxl svonefnd fleygborð. Þetta er mjög
fornt lag og finnast hliðstæður þess á Norðurlöndum og Grænlandi. 1
þilinu á ökrum og Reynistað er fleygborðið einungis þynnt út í end-
ann, en á Keldum eru kantar plægðir saman. Á öllum þessum stöðum
er grópborðið strikað á brúnum en fleygborðið ekki. Þiljuleifarnar í
Hólum sverja sig mest í ætt við Keldnaþilið, nema hvað fleygborðið á
Keldum er ívið þynnra en grópborðið, þar sem Hólaþilj ur virðast vera
jafnþykkar. 1 stofuloftinu er enn ein grópfjöl og í búri önnur. Neðri
brún þiljuleifanna í gangapallinum er auk þess fleyglaga að neðan,
sem bendir til að sá endi sé upprunalegur. Á grópfjölinni í loftinu
eru einnig greinileg merki um fleygskorinn enda og uppfrá honum
eina 30 cm lítt skafið og strikað. Gæti þetta bent til þess að sú fjöl