Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 154
Viðbót við grein í Árbók 1976:
1 grein minni „Minnisgreinar Árna Magnússonar um merka
kirkjug'ripi" í Árbók 1976 lét ég það flakka á bls. 140, að sennilega
liefði Vatnsfjarðarkirkju eignast kirkjutjaldið stóra með myndum
postulanna og annarra dýrlinga fyrir tilverknað séra Jóns Eiríksson-
ar, sem mun hafa haldið Vatnsfjarðarstað um 1507—1546. Svo
virðist nú sem fullyrða megi að þarna sé rétt til getið. Mér hafði sést
yfir að í Islensku fornbréfasafni XII, Reykjavík 1923—33, bls. 488,
er birt skrá yfir gjafir og gjöld séra Jóns til Vatnsfjarðarkirkju,
prentuð eftir AM 234 4to, sem er sagt skrifað fyrir Odd biskup 1624.
Þar segir m.a.:
„Þetta ornamentum gaf og galt síra Jón Eiríksson Vatnsfjarðar-
kirkju: Grallara, þrenn messuklæði góð alfær, þrjá hökla lausa, steint
tjald, merki með gylltum krossi, hjálm með níu logum. Tabula fyrir
háaltari, annað minna frammi í kirkjunni, hátíðahistoría, bók,
klukku“.
Varla fer milli mála að steinda tjaldið sem þarna er nefnt sé post-
ulatjaldið góða. Vafasamara er að fullyrða að altarisbríkin sem í
Vatnsfirði var fram á 19. öld sé einnig af gjöf séra Jóns Eiríkssonar,
þótt það geti ekki talist ólíklegt.
Ég þakka Elsu E. Guðjónsson fyrir að vekja athygli mína á þessari
heimild.
K. E.
Leiðrétting við Árbók 1977:
Rangbermt er í 12. tilvitnun (á bls. 132) í grein undirritaðrar
„Fjórar myndir af íslenska vefstaðnum“, Árbók 1977, að Ólafur Ola-
vius (f. um 1741, d. 1788) hafi teiknað mynd af lagvað, sbr. mynda-
síðu II í Ferðabók hans. Þá mynd teiknaði alnafni hans Ólafur Ólafs-
son prófessor á Kóngsbergi (f. 1753, d. 1832).
Elsa E. Guðjónsson.