Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 100
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hann. Frá miðöldum er til heimild um ofna skó, sem tengjast um-
búnaði Jörundar Hólabiskups á beinum Guðmundar góða. Þau voru
sett „öll saman í einn hvítan líndúk, leggjandi í kistu hreina, þar með
svarta skó, ofna, er hann hafði haft á fótum.“ Skórnir ofnu kunna
að hafa verið biskupsskór (sandalia) og um gerð þeirra verður ekkert
fullyrt hér. (Um helgan dóm Guðmundar góða sjá Peter G. Foote:
Bishop Jörundr Þorsteinsson and the relics of Guðmundur inn góði
Arason. Studia centenalia in honorem memoriae Benedikt S. Þórarins-
son, Rvík 1961, bls. 98—114).
Nú á síðari árum hafa fram komið fundir, er færa að því rök að
Munkaþverárskórinn sé dæmi um inniskó, sem verið hafi í tísku um
land allt og að öllum líkum um langan tíma. Sex bræður hans hafa
risið úr moldum í rústum Stóruborgar hinnar fornu undir Eyjafjöll-
um, sem fór í eyði um 1840. Að miklum líkum eru þeir frá 17. eða 18.
öld. Tveir þeirra eru samstæðir, af barns- eða unglingsfæti. Einn
skórinn, fullorðinsskór, er mjög vel varðveittur, aðeins með skemmd-
um við hæl. Skórnir eru allir úr vaðmáli og allir af sömu gerð og
Munkaþverárskórinn, brotið innaf jöðrum við ilsaum og skóop faldað.
Vafalaust eiga fleiri skór af þessari gerð eftir að koma í leitir.
n_rLn_ruTj---------1________i
0 10 20 30 cm
ÓAiójnccl /rá. MurúCa-pverá.
þjrna. Be>&&
Sni'ð þetta af vaðmálsskónum frá Munkaþverá
var■ gert eftir honum í Þjóðminjasafni. Greinar-
liöfundur gerði sams konar uppdrátt af sniði
fullorðinsskósins frá Stóruborg sem um getur í
greininni. 1 Ijós kom að sniðin mega heita ná-
kvæmlega eins, bæði að lögun og stærð.