Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 136

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 136
138 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sonar, þeg'ar menn í veiðiferð í óbyggðum fundu skála og í honum „menn dauða og fé mikið“, en skammt frá var skip það er þeir höfðu átt. Um þennan atburð segir enn fremur: ,,Þá mælti Sigurður: „Það sýnist mér ráð að þér hleypið holdi af beinum þeirra í heitu- kötlum þeirra, er þeir hafa átt, og er svo hægra til kirkju að færa“. Ef hold hefur verið soðið af beinum mannanna þrettán í fjölda- gröfinni í Brattahlíð, áður en þau voru flutt þangað, er það fullgóð skýring á því að þau iágu í einni bendu í gröfinni“. 1 bók sinni fer Knud J. Krogh ekki öllu fleiri orðum um hina merkilegu fjöldagröf í Brattahlíð. Skýring hans er nærtæk og eðli- leg, hér hlýtur að vera um einhvers konar beinaflutning að ræða og þá virðist skynsamlegt að nota frásögn Grænlandsannála um hinn sérkennilega atvinnuveg Líka-Loðins og sögu Einars þáttar Sokka- sonar (Grænlendingaþáttar) af líkafundi Sigurðar Njálssonar í Grænlandsóbyggðum til að varpa ljósi á það sem vel hefði getað gerst af þessu tagi. En þó að vel sé að verki staðið hjá Krogh virðist nú komið á daginn að unnt sé að draga enn athyglisverðara jafnaðar- merki milli minja og sögu með því að rýna ögn fastar í beinafundinn í Brattahlíð og grænlensku sögurnar. Um áramótin 1978—79 kom út glæsileg bók Ólafs Halldórssonar, Grænland í miðaldaritum. Stefnumark bólcarinnar er fyrst og fremst að birta í heild ritið Grænlandsannála, sem hingað til hefur verið kennt við Björn á Skarðsá, en Ólafur sýnir nú fram á að muni vera verk Jóns Guðmundssonar lærða, svo og að færa saman á einn stað aðrar heimildir um Grænland á miðöldum, rekja uppruna þeirra og innbyrðis afstöðu. Má þá nærri geta að Eiríks saga rauða og Græn- lendingasaga láta mikið fyrir sér fara í bókinni. Þetta prýðilega rit Ólafs Halldórssonar er þannig fyrst og fremst rannsókn heimilda en ekki saga Grænlands á miðöldum. Héðan í frá mun það þó verða und- irstöðurit að rannsókn þeirrar sögu, og ekki fer heldur hjá því að margt fljóti með í ritinu, sem teygir sig út fyrir heimildirnar sjálfar og kalla má framlag til Grænlandssögu. Dæmi um það er athugun Ólafs varðandi fjöldagröfina í Brattahlíð. Ólafur rifjar upp (bls. 343—44) að í 5. kap. Grænlendingasögu segi frá því að Þorsteinn Eiríksson hafði gengið að eiga Guðríði Þor- bjarnardóttur meðan Þorvaldur bróðir hans var á Vínlandi. Hann vildi fara til Vínlands eftir líki Þorvalds, bjó skip til ferðar og hafði á hálfan þriðja tug manna, „og valdi hann lið að afli og vexti“. Hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.