Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 136
138
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sonar, þeg'ar menn í veiðiferð í óbyggðum fundu skála og í honum
„menn dauða og fé mikið“, en skammt frá var skip það er þeir
höfðu átt. Um þennan atburð segir enn fremur: ,,Þá mælti Sigurður:
„Það sýnist mér ráð að þér hleypið holdi af beinum þeirra í heitu-
kötlum þeirra, er þeir hafa átt, og er svo hægra til kirkju að færa“.
Ef hold hefur verið soðið af beinum mannanna þrettán í fjölda-
gröfinni í Brattahlíð, áður en þau voru flutt þangað, er það fullgóð
skýring á því að þau iágu í einni bendu í gröfinni“.
1 bók sinni fer Knud J. Krogh ekki öllu fleiri orðum um hina
merkilegu fjöldagröf í Brattahlíð. Skýring hans er nærtæk og eðli-
leg, hér hlýtur að vera um einhvers konar beinaflutning að ræða og
þá virðist skynsamlegt að nota frásögn Grænlandsannála um hinn
sérkennilega atvinnuveg Líka-Loðins og sögu Einars þáttar Sokka-
sonar (Grænlendingaþáttar) af líkafundi Sigurðar Njálssonar í
Grænlandsóbyggðum til að varpa ljósi á það sem vel hefði getað gerst
af þessu tagi. En þó að vel sé að verki staðið hjá Krogh virðist nú
komið á daginn að unnt sé að draga enn athyglisverðara jafnaðar-
merki milli minja og sögu með því að rýna ögn fastar í beinafundinn
í Brattahlíð og grænlensku sögurnar.
Um áramótin 1978—79 kom út glæsileg bók Ólafs Halldórssonar,
Grænland í miðaldaritum. Stefnumark bólcarinnar er fyrst og fremst
að birta í heild ritið Grænlandsannála, sem hingað til hefur verið
kennt við Björn á Skarðsá, en Ólafur sýnir nú fram á að muni vera
verk Jóns Guðmundssonar lærða, svo og að færa saman á einn stað
aðrar heimildir um Grænland á miðöldum, rekja uppruna þeirra og
innbyrðis afstöðu. Má þá nærri geta að Eiríks saga rauða og Græn-
lendingasaga láta mikið fyrir sér fara í bókinni. Þetta prýðilega rit
Ólafs Halldórssonar er þannig fyrst og fremst rannsókn heimilda en
ekki saga Grænlands á miðöldum. Héðan í frá mun það þó verða und-
irstöðurit að rannsókn þeirrar sögu, og ekki fer heldur hjá því að
margt fljóti með í ritinu, sem teygir sig út fyrir heimildirnar sjálfar
og kalla má framlag til Grænlandssögu. Dæmi um það er athugun
Ólafs varðandi fjöldagröfina í Brattahlíð.
Ólafur rifjar upp (bls. 343—44) að í 5. kap. Grænlendingasögu
segi frá því að Þorsteinn Eiríksson hafði gengið að eiga Guðríði Þor-
bjarnardóttur meðan Þorvaldur bróðir hans var á Vínlandi. Hann
vildi fara til Vínlands eftir líki Þorvalds, bjó skip til ferðar og hafði
á hálfan þriðja tug manna, „og valdi hann lið að afli og vexti“. Hann