Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 128
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Nú skiptir það í rauninni sáralitlu máli, hvort umrædd klausa er eftir þennan Nikulás Magnússon eða einhvern annan ónafngreindan Skagfirðmg frá sama tíma. Og því tcl ég engan veginn rétt að fullyrða, að klausan sé eftir hann, úr því að vafi getur leikið á því. Á hls. 31 og 41 er getið um kirkjulegt bann við hestaati frá 1623. Heimildin fyrir þeslsu mun vera í Árbókum Espólíns, þar sem segir m.a. við þetta ár um tvo hesta á Norðurlandi, orðrétt: „voru þeir seinastir hestar vandir til víga á Norðurlandi eða Islandi öllu.“ En raunar var húið að hanna hestavíg löngu fyrr. Svo segir í Alþingisbók frá árinu 1573 um embættisskyldur hreppstjóra: „Þetta embætti hreppstjóra er prestum til léttferlis: að varða við hestavígum eður vökunóttum á helgum dögum.“ Hitt er svo annað mál, hvernig því banni var hlýtt. En um það vitum við ekki nógu mikið, t.d. hvort rétt er að taka fullt mark á þessum óským orðum Espólíns, en banninu við vökunóttum var a.m.k. ekki hlýtt allsstaðar langt fram á 18. öld. Á bls. 73 hefur höfundur það eftir Þorvaldi Thoroddsen, að brennivin hafi ekki komið til sögunnar á íslandi fyrr en á 17. öld. Hér er Þorvaldur líklega ekki nógu áreiðanleg heimild, því það er a.m.k. vitað að Gissur biskup Einarsson lét eftir sig hálfan áttung brennivíns árið 1548 og Guðbrandur biskup Þorláksson kaupir áttung brennivíns árið 1579. Vel má þó vera, að brennivín hafi ekki komist í almennt brúk fyrr en á 17. öld, en þess er þó getið strax í einokunartaxtanum árið 1602, og heldur ólíklegt, að það hafi ekki verið haft um hönd fyrr af öðrum en biskupum. Þá vil ég draga í efa þá ályktun á hls. 89, sem dregin er af frásögn í Láren- síus sögu biskups, að notkun púðurs, sem búið var til án saltpéturs, hafi verið kunn í Noregi 1294. Frásögnin er þannig: „í jólurri lék Þrándur fisiler herbrest. Hann verður svo skjallur að fáir einir menn standast að heyra hann. Með konum leysist burður, þeim sem með barni eru, en kardmenn falla úr sætum á gólf niður, eða verða ýmisleg viðbrögð. Segir Þrándur Lárentio, að hann skyldi stinga fingrum í eyru sér, þá bresturinn yrði. Stóðust margir eigi í höllinni, sem hann gerði brestinn. Sýndi Þrándur Iiaurentio, hvað til þurfti að gera brestinn, en það eru fjórir hlutir: eldur, brennisteinn, bókfell og strý. En menn gera til þess herbrest oft í stríði, að þeir sem ekki vita vonir í, flýja víðs vegar.“ Nú vil ég meina, að með orðinu brennisteinn geti hér allt eins verið átt við púður, sem búið hefði verið til með saltpétri eins og án hans. Á bls. 12 í formálanum er haft eftir Karólínu Einarsdóttur, að „tjörukrossar voru á hesthiúsum og öðrum peningshúsum — til að varna óhreinu í húsin.“ Þetta var nú sjálfsagt algengt, en mig langar til að skjóta að frásögn af annarri trú, sem Símon Jóhannes Ágústsson þekkti úr sinni heimasveit í Strandasýslu. En hún var á þann veg, að krossar hefðu þurft að vera á öllum húsum nema hesthúsum. Og skýringin var sú, að Jesús hefði fæðst í hesthúsi, og því væri engin hætta á að neitt illt eða óhreint kæmist þar inn. En hvaðan Strandamenn höfðu þá kenningu, að Jesús væri fæddur í hesthúsi, það láðist okkur að spyrja Símon um í tæka tíð. Og úr því að verið er að ræða um krossa, vil ég geta þess, að höfundi hefur láðst að nefan a.m.k. eina frásögu samtímamanns um galdrastaf á lend hests,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.