Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 55
FORNIR HÚSAVIÐIR í HÓLUM 57 hafi verið bak bekkjar. Ekki hefur þótt nauðsynlegt að skafa þar. Grópfjölin í búri er endurgerð í þiljur þar, slétt skúruð og þynnri en hinar. Nú er það tekið frarn í vísitasíu að torfkirkjur báðar séu með strikuðu standþili. Sigurður biskup Stefánsson gefur beinlínis í skyn að þil yngri kirkjunnar sé úr þeirri eldri: „gamalt þó gott og sterklegt strikað þil“, segir hann. Mér finnst full ástæða til að gefa þeirri hugmynd gaum að hér séu komnar gamlar kirkjuþilsleifar. Hitt er öruggt að úr stafverkshúsi eru þær (29., 30., 35. og 40. mynd). Víkjum okkur næst í búr og eldhús. Lítum fyrst á strikuðu sperr- urnar og stafina tvo innst í búri, sem áreiðanlega eru gamlar sperrur. Strax er hægt að fullyrða að hallinn á sperrunum hefur verið annar en nú, því valda skammbitasporin. Einnig er hægt að fullyrða hvaða halli hefur verið á þeim í upphafi. Hornið milli sporsins og sperru- kjálkans er nákvæmlega 45°, þ.e.a.s. húsið hefur verið krossreist sem kallað var eða 90° í þakkverk. Nú ætti að vera hægt að segja nokkuð nákvæmlega til um live langir kjálkarnir hefðu verið í upphafi ef við vissum hve hátt skammbitinn hefur setið. Sömuleiðis að ganga úr skugga um hvort efri endi sperruleifanna er upprunalegur. Væri þetta möguiegt vissum við einnig hversu breitt húsið hefur verið í upp- hafi. Því miður er engin af þessum forsendum gefin. Reyna verður samt (32.—34. og 37. mynd). Fyrst skulum við athuga langbandasporin. Þau eru ýmist misdjúp eða misbreið. Á sperrubútunum, sem nú eru innstu stafir í búri, eru þau þó jafnstór og samstæð. Bilin milli þeirra eru 65 og 66 cm. Á sperrunum innst í búri og þeim nyrðri í eldhúsi er búið að víkka tvö langbandaspor. Fljótséð er þó að dýpri sporin eru jafnstór og sam- stæð. Bilin á milli þeirra eru 66 cm annarsvegar og 67 cm hinsvegar. Á syðri eldhússperrunum eru fleiri spor og þau víkkuð. Engu að síð- ur sést við nánari aðgát hvaða spor eru upprunaleg. Bilin milli þeirra eru líka 66 og 67 cm. Ég trúi því að þessar jöfnu stærðir gefi örugga vísbendingu um hvað af sporunum sé upprunalegt og hvað seinni tíma viðbót. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sperruleggir þessir hafa verið lengri, sverleiki þeirra gefur það í skyn og skammbitasporið á syðri sperrum í eldhúsi. Ef það er rétt, þá hljóta langbandasporin að hafa verið fleiri. Til eru tvö hús á Islandi gömul með fjórum lang- böndum á hvorri hlið, Víðimýrarkirkja og bænliúsið í Gröf. I þeirri fyrrnefndu eru langböndin felld hálf í sperrur, í þeirri síðar- nefndu sem nemur þykkt langbandsins eða alveg eins og í Hólum. I báðum húsunum eru skammbitar, en einungis í göflum, ýmist hátt eða lágt í kjálkum. Iilutfallið á bilunum milli bita annarsvegar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.