Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 87
LEGSTEINN PÁLS STÍGSSONAR
89
-4/ legsteini Eriks Walcken-
dorffs, d. 1568.
Af legsteini Franciscus
Hispanier, d. 1558.
1553. Sá steinn er sýndur á mynd í Kulturhistorisk leksikon for nord-
isk middelalder VI, 486. Þar er maðurinn að mestu fullskapaður
eins og hann var síðan á mörgum steinum, en umgerðin allt í kring
er öðruvísi og bendir til eldra þróunarstigs. Þegar kemur fram á
sjöunda tug aldarinnar verður öll uppstillingin líkari því sem er á
Bessastaðasteini, endci tilheyrir hann þessum flokJci legsteina og
hefur sýnilega verið gerður á verlcstæði Hans Malers í Hróarskeldu
og hlýtur að skrifast á hans nafn.
Lítil þörf er að fara mörgum orðum um þessa fullyrðingu og rök-
styðj a hana frekar. Þetta virðist vera algjörlega augljóst mál. Manns-
niyndin sem táknar Pál Stígsson, eins og hann er sýndur á Bessa-
staðasteininum, sést að heita má nákvæmlega eins á mörgum leg-
steinum Hans Malers. Stundum eru lítils háttar tilbrigði, en annars
er þetta eins og klissja. Umgerðin getur verið býsna margbreytileg,
en í henni eru þó fjölmörg smáatriði eins eða nauðalík á Bessastaða-
steini og öðrum í hans flokki, og letrið á leturfletinum fyrir neðan
myndina er hið sama, það er sama rithöndin ef svo má að orði
kveða. I stað margra orða er hér birt til samanburðar mynd af leg-
steini yfir Sten Rosensparre, sem dó 1565, og konu hans. Sá steinn
var gerður 1566, sama ár og Páll Stígsson dó á Bessastöðum. Lát Páls
hefur spurst til Danmerkur með haustskipum það ár, og þá hafa
ættmenn hans trúlega þegar í stað samið við Hans Maler um að
hann gerði honum tilhlýðilegan legstein. Þessir tveir steinar hafa
því sennilega verið í smíðum á verkstæði hans á sama árinu. Manns-
niyndin á þeim má heita eins, þó að umgerðin á Bosensparresteini sé
öll íburðarmeiri. Til frekari áherslu eru hér birtar myndir af andlit-