Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 52
54 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fjölin þarna á ferð? Eg læt mér ekki detta í hug að hæg't sé að svara þessum spurningum svo nokkurt vit sé í, en tel nauðsynlegt að varpa þeim fram til að benda á hugsanlega skýringu á veru Hólafjalarinnar í samfélagi fornviðanna í skemmunni. Fjölin er 2.3 m að lengd. Hæðin undir bita í torfkirkju II var 2.42 m. Á henni er óljós flái neðst, sem gæti bent til vindskeiðaenda og leifar eftir trénagla, sem sýna að í eitthvað hefur hún verið negld. Meira er víst ekki hægt að segja. Hinu þykist ég geta haldið fram með nokkurri vissu, að hafi hún verið vindskeið fvrst þegar af henni fréttist, er það ekki uppruna- legt hlutverk hennar (16. mynd). Ekki er svo flett íornum kirkjuúttektum að ekki sé orðið högg- sperra fastur fylgifiskur og þarf ekki kirkjur til. Höggsperrur eru í dómkirkjunum, klausturkirkjunum og sóknarkirkjum smáum og stór- um. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að höggsperra er sperra sem ekki hefur sæti á bita. Hinsvegar hefur það vafist fyrir mér hvernig þeim væri komið fyrir á syllunum milli stafa. Þá er aftur spurt, er lausnin komin í skemmunni í Hólum? Nú er skemmst frá því að segja að allar sperrur norsku stafkirknanna eru höggsperrur nema þær í göflum, það er höggvið úr syllum þeirra sæti sem er mjög svipað sporinu frá Hóium. Að vísu eru syllur norsku kirknanna öðruvísi en þeirra íslensku. Engu að síður eru sætin sjálf mjög svipuð. Auð- vitað má segja sem svo að sporið gæti verið eftir bita. Sniðið á spor- haftinu virðist mér þó fremur benda til að það sé gert til að taka við sperru en lóðréttum þrýstingi (24. og 27. mynd). Áður en við yfirgefum skemmuna skulum við virða fyrir okkur einn furðuhlutinn enn. Bogskornu sylluna. Fyrir utan bogana hefur syllan þá sérstöðu að á henni er strikalag, sem ekki finnst annars- staðar í Hólabæ. Auk þess er gróp neðan á henni og strik beggja vegna. Af síðastnefndu ástæðunni getur maður næstum fullyrt að þetta tré sé ekki upprunaleg sylla, það hlýtur að hafa sést frá báðum hliðum. Samanburðarefni eru engin íslensk svo vitað sé. Að vanda er þá ekki nema í eitt hús að hlaupa. I norsku stafkirkj unum er von til að finna eitthvað er varpað gæti ljósi á þennan kynlega hlut. Sé syllunni snúið og hún borin saman við efri þverslá á kórskilvegg í kirkjunum í Hopperstad í Sogni og Reinli í Valdres er ekki ólíklegt að skýring sé í nánd. Að vísu eru bogarnir í Hopperstad af gotneskri ætt en á báðum stöðum er kórskilopið myndað af tveim þáttum, þ.e.a.s. þverslá og pílárum. I Reinli gengur þversláin milli höfuð- stöpla, en í Iiopperstad milli stöpla annars vegar en kórstafa hins- vegar. Á báðum stöðum gengur þil í gróp ofan í þverslána. Um strik-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.