Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 102
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ijósra annmarka, en sumarbeit er þar víða góð og selstaða hefur ver-
ið í mörgum þessara dala.
Um tvínefningu dalanna segir Kr. Kálund í Islandslýsingu sinni:
„Overordenlig forvirrende er det, at sidedalene i Svarvadardalen have
med fá undtagelser lo navne hver, et for hver side af dalen."3 Þarna
hefur Kálund ekki athugað sinn gang nógu vel. Má reyndar vera að
tvínefningin kunni að rugla ókunnuga í fyrstu, en aftur á móti er að
henni augljóst hagræði fyrir heimamenn, þar eð hún stuðlar að ná-
kvæmari staðarákvörðun. Því fleiri sem örnefni eru á tilteknu svæði,
því nákværnari staðgreining er möguleg. Auk þess er rétt að taka
fram að slík tvínefning dala er ekki einskorðuð við Svarfaðardal.
Auk þessara helstu hliðardala Svarfaðardals, sem allir eru tví-
nefndir, eru svo margir dalir eða dalnefnur sem hafa aðeins eitt nafn,
af því að þeir eru í landi aðeins einnar jarðar eða almenningum. Þessa
má nefna í fljótu bragði í stafrófsröð: Austurdalur, Búrfellsdalur,
Gljúfrárdalur, Heiðinnamannadalur, Kerlingardalur, Kvarnárdalur,
Litlidalur, Meladalur, Sauðadalur (Sauðakotsdalur), Skallárdalur,
Sæludalur, Teigardalur, Torfdalur, Vatnsdalur, Vesturárdalur, Vífils-
dalur.
Trúlegt er að tvínefndu dalirnir hafi í öndverðu borið aðeins eitt
nafn, a.m.k. sumir. Væntanlega hefur það þá oft verið eftir nafni
hins heldri eða eldri af þeim tveimur bæjum seni dalirnir hafa nú
nafn af, t.d. Ilofsdalur af Hofi, á sama hátt og áin í tvínefndu döl-
unum hefur yfirleitt aðeins eitt nafn og þá stundum eftir öðrum
bænum sem um er að ræða, t.d. Hofsá, Holtsá, en stundum er ár-
nafnið alveg óviðkomandi nöfnum bæjanna eða dalanna. Á miðöldum
hefur einhver af þessum svarfdælsku þverdölum eða afdölum heitið
Oxadah (Uxadalur). Það örnefni er nú glatað og það fyrir talsvei-t
löngu. Sennilegt er að óreyndu að þetta sé einn af hinum meiri hátt-
ar þverdölum, líklega þá einn af tvínefndu dölunum. Greinarhöfundur
telur að það sé dalur sá sem nú heitir Hálsdalur/Hamarsdalur. Til-
gangur greinarkornsins er að leiða að því líkur að svo hljóti að vera.
Fyrir löngu var þessu varpað fram í skýringum við Sturlungu,4 en
nú skal freistað að hnylvkja betur á. Er þó, satt best að segja, dregin
löng nót að litlum fiski.
2
Oxadalr er nefndur í Guðmundar sögu dýra í Sturlungusafninu.
Ingimundur nokkur vinnur það ódæði að höggva saklausan mann til
bana á Árskógsströnd, flýr síðan undan og fær loks hæli hjá bónda