Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 139
ÞÓR MAGNÚSSON
SKYRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFN
ISLANDS 1977
Starfslið.
Fast starfslið safnsins var að mestu óbreytt á árinu, en 1. apríl tók
Pétur G. Jónsson vélvirki við starfi viðgerðarmanns, en Gunnar
Bjarnason hafði sagt upp starfi sínu við safnið, svo sem sagt var frá
í síðustu skýrslu. Munu verkefni Péturs einkum verða á sviði ýmiss
konar málmsmíða og' viðgerða svo og önnur störf sem til falla, eink-
um utanhúss.
Fast starfslið safnsins var þá sem hér segir:
Þjóðminjavörður: Þór Magnússon.
Safnverðir: Gísli Gestsson, fyrsti safnvörður,
Árni Björnsson,
Elsa E. Guðjónsson,
Halldór J. Jónsson,
Þorkell Grímsson.
Skrifstofustúlka: Halldóra Ásgeirsdóttir.
Viðgerðarmaður: Pétur G. Jónsson.
Að auki var Lúðvík Kristjánsson fastur starfsmaður safnsins
vegna vinnu sinnar við rannsóknir og undirbúning að útgáfu á riti
sínu um íslenska sjávarhætti, svo sem oftlega hefur verið skýrt frá
í skýrsiu safnsins.
Gísli Gestsson, fyrsti safnvörður, lét af starfi sínu við safnið í árs-
lok þar eð hann hafði náð aldurstakmarki opinberra starfsmanna, en
hann hafði unnið lengst þáverandi starfsmanna við safnið, eða frá
1951. Guðmundur Ólafsson fil. kand. var af menntamálaráðherra
settur safnvörður í staðinn frá 1. janúar 1978, en Halldór J. Jónsson
var skipaður fyrsti safnvörður frá sama tíma.
Þjóðminjavörður dvaldist erlendis í orlofi fram í marsmánuð, svo
sem greint var frá í síðustu skýrslu, og dvaldist hann í fræðimanns-
íbúð í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Vann hann þar eink-