Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 90
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hannsson bóndi á Hamarsheiði hringdi til Gísla Gestssonar fv. fyrsta
safnvarðar og skýrði honum frá, að hann hefði þá á dögunum orðið
var við mannabein þar inni í Hólaskógi, skammt innan við afréttar-
girðinguna. Beinin hefðu verið á uppblásnum hraunhól og hefði
hann tínt þau saman og raðað nokki-um steinum umhverfis. Gat hann
þess, að þarna skammt frá væru aðfluttir steinar, leifar af einhverju
mannvirki.
Við Gísli Gestsson fórum á staðinn 19. júlí. Okkur gekk greiðlega
að finna hann eftir lýsingu Erlends, en hann er skammt frá Sprengi-
sandsleið hinni fornu, um 40 metrum suðaustur af annarri vörðu
norðan afréttargirðingarinnar. Þar á hraunhólnum lágu höfuðkúpa
og leggjabein og ýmis smærri bein samantínd og staðurinn eins og
Erlendur hafði skilið við hann, hraunsteinar lagðir í hring umhverfis
beinahrúguna. Þessar leifar verða hér nefndar 1. kuml. Um 60 m
sunnar var aðflutt grjótdreif á hraunholti, og reyndust þar einnig
vera leifar af kumli sem hér verður kallað 2. lcuml.
Á þessu svæði er enginn skógur lengur heldur að mestu leyti upp-
blásnir vikurmelar, en hlíðin austan í Stangarf jalli er þó allvel gróin
enn.
1. kuml. Engir aðfluttir steinar voru á svæðinu þar sem kumlið
var, aðeins hi-aunsteinar á stangli. Á þeim stað þar sem beinunum
hafði verið safnað saman, kom upp beinagrind, en beinin voru öll
mjög óskipuleg og í rauninni öll í hrærigraut. Var greinilegt, að
beinunum hefur endur fyrir löngu verið safnað saman í hrúgu þarna
og grafin, sennilegast vegna þess að þau hefur blásið upp. Ekki
varð séð, að neitt beinanna væri í réttri legu heldur öll í óskipulegri
ringulreið. Ofanjarðar lágu höfuðkúpan, leggbein, rófubein og rif, en
niðri í moldinni voru kjálki á hvolfi, leggbein, rifbein, fóta- og handa-
bein svo og hryggjarliðir. Athygli vakti, að tveir hryggjarliðir lágu
saman eins og þeir eiga saman eðlilega, en voru samt í hrúgunni
innan um önnur bein. Var greinilegt, að efstu beinin höfðu verið
tínd saman nú og látin hjá hinum, sem þarna höfðu verið fyrir.
Innan um beinin lágu sörvistölur, stórar raftölur og glertölur, sem
voru þó allar skemmdar orðnar, hvítar utan eins og glertölum hættir
til að verða. Raftölurnar ern fjórar, sú stærsta 2,2 sm í þvermál,
glertölurnar 11, þar af ein aðeins hálf. Sex þeirra eru grænar að
lit og litlar, ein gul og stór, tvær dökkar og enn aðrar tvær, sem
voru fastar saman í ryðklumpi, gráar að lit. — Þá voru á einum
stað, sunnarlega í beinahrúgunni, ryðgaðar trjáleifar en þær hrundu