Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 150
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í hitun slíkra húsa, sem er ýmsum vandkvæðum háð, og gaf hann
ráð og leiðbeiningar eftir að hafa kannað staðhætti. Hann fór einnig
norður í land og kannaði Hóladómkirkju og Þingeyrakirkju auk ann-
arra og gaf skýrslu um athuganir sínar. Veitti menntamálaráðu-
neytið styrk til komu hans en Teiknistofan Höfði kostaði ferð hans
að öðru leyti og var Guðrún Jónsdóttir arkitekt meðalgöngumaður
um komu hans hingað.
Byggðasöfn.
Á fjárlögum voru veittar 8.200 þús. kr. til sveitarfélaga, sem
skiptist skv. iögum í gæslustyrk og byggingarstyrk byggðasafnanna,
en einnig fer nokkur hluti þessa fjár til viðgerðar ýmissa gamalla
bygginga, ekki síst kirkna, skv. ákvörðun fjárveitinganefndar Al-
þingis. Skiptust styrkir þannig:
Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr. 300 þús., og að auki kr.
500 þús. til viðgerðar kútters Sigurfara, Byggðasafn Borgarfjarðar,
kr. 100 þús., Byggðasafn Snæfellsness- og Hnappadalssýslu til við-
gerðar Norska hússins, kr. 350 þús., Byggðasafnið á Hnjóti, kr. 50
þús., Minjasafnið á Akureyri, kr. 400 þús., Safnastofnun Austurlands
v. Byggðasafnsins, kr. 500 þús., Byggðasafn Austur-Skaftfellinga,
kr. 200 þús., Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 200
þús., Byggðasafn Vestmannaeyja, kr. 250 þús., Byggðasafn Árnes-
sýslu v. húss yfir skipið Farsæl, kr. 350 þús., hús Bjarna riddara í
Hafnarfirði, kr. 100 þús., Sjóminjafélagið í Hafnarfirði, v. viðgerðar
bátsins Geirs, kr. 200 þús., Þingeyrakirkja í Húnavatnssýslu, kr. 500
þús., Vallakirkja í Svarfaðardal, kr. 100 þús., Mosfellskirkja í Gríms-
nesi, kr. 300 þús., Kálfatjarnarkirkja, kr. 400 þús., Möðruvallakirkja
í Eyjafirði, kr. 300 þús., Gamlabúð, Eskifirði, kr. 300 þús., Saurbæjar-
kirkja á Rauðasandi, kr. 200 þús.
Opnað var til sýningar nýtt bvggðasafn, Byggðasafn Dalamanna,
sem er til húsa í kjallara skólahússins að Laugum í Sælingsdal.
Hefur Magnús Gestsson kennari safnað flestöllum munum safnsins
og komið þeim fyrir, en safnið er að sönnu ekki fullfrágengið. Þetta
er mjög snyrtilegt safn og gott á margan hátt, þótt það sé ekki stórt
að vöxtum, enda setur húsnæðið því talsverðar skorður.
Gunniaugur Haraldsson vann að söfnun og safnstörfum fyrir
Safnastofnun Austurlands eins og árið áður, en að öðru leyti voru
engin ný mannahöld við byggðasöfnin. Getið er hér að framan starfa
Frosta F. Jóhannssonar á Siglufirði.