Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 124

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 124
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS máli, og við það hefði hún þegar komist á alþjóðlegri markað einsog Bo Alm- qvist vék raunar að. En það virðist hafa verið höfundi metnaðarmál að semja rit um þetta íslenska efni, fyrir íslendinga, og á íslensku. Það er auðvitað ekki hlutverk mitt hér og nú að dæma um málfar og stíl þessa rits (þetta er ekki prófritgerð í íslenskum stíl), heldur um meðferð heimilda og önnur efnistök. Væri höfundur íslenskur, hefði þó e.t.v. ekki verið auðvelt aö stilla sig um fáeinar þvílíkar athugasemdir, en hér verður það ekki gert svo framarlega sem erfiðleikar tungumálsins valda ekki neinum misskiln- ingi eða ónákvæmni. Ég verð þó að taka fram einsog fyrri andmælandi, að ég hef ekki átt þess kost að prófa allar tilvitnanir í þau heimildarrit, sem skráð eru á 24 þéttprent- uðum síðum. Til þess hefði auk tímafrekjunnar m.a. orðið að fara talsvert út fyrir landsteinana, og þar sem það er víst aðallega heiður og æra, sem í hlut andmælenda kemur fyrir verk sitt, þá hefði slíkt orðið nokkuð dýrkeypt æra. Þa ðskal strax tekið fram, að með þessu riti hefur höfundur unnið hið þarf- asta verk. Geysimikill fróðleikur hefur verið dreginn saman um þennan mikil- væga þátt í daglegu amstri þjóðarinnar, heilsufar þarfasta þjónsins. En hinu margvíslega daglega amstri hefur einmitt verið lítill sómi sýndur hingað til. Það voru of sjálfsagðir hlutir. Víða hefur höfundur einnig greitt úr gömlum flækjum, misskilningur eldri höfunda vei'ið leiðréttur og nútíma hjátrú um hjátrú alþýðu manna í fyrri tíðinni verið afhjúpuð eða greint á milli einberrar kukl- trúar og reynsluvísinda. Ég get tekið undir það, sem fyrri andmælandi nefndi um ástæður þess, að ritgerðin er lögð fram í heimspekideild, en ekki t.d. læknadeild. Sömuleiðis, að ég er ekki dýralæknir fremur en hann, og ekki heldur „hestamaður“ einsog menn skilja yfirleitt orðið nú á dögum. Hinsvegar er ég nánast alinn upp á hestbaki einsog ennþá var titt um sveitakrakka á mínum sokkabandsárum og hef séð með eigin augum nokkur dæmi þeirra sjúkdóma og aðgerða, sem getið er um í ritgerðinni. Nú er þess að geta, sem alkunna er, að hver einasti maður hefur, ef svo mætti segja, sinn villukvóta. Sú fræðibók er ekki til sem ekki má finna eitthvað að. Og þar sem ég á þessari stundu ber heitið andmælandi, tel ég skylt að tína fram nokkur atrnði, sem mér sýnast annaðhvort röng, hæpin eða a.m.k. orka tvimælis. Hinn fyrsti flokkur af þessu tagi varðar orðanotkun, og skal þá tekið fram, að ekki þarf endilega útlending til að villast of myrkvan staf í þeim efnum. Vegna þess, sem Bo Almqvist nefndi í sinni andmælaræðu, að ekki kæmi ljóst fram,- hver hefði samið spurningaskrá þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins um hrossalækningar, vil ég upplýsa, að í skýrslu um Þjóðminjasafnið 1971 stendur, að skráin hafi verið unnin í samvinnu við kanadískan fræðimann, G. J. Houser. Og ég held ég muni það rétt, að framgangsmátinn hafi verið á þann veg, að fyrst skrifaði Houser upp nokkur heiti á sjúkdómum, læknisaðferðum og meðul- um. Þórður Tómasson samdi síðan sjálfa spurningaskrána, sumpart eftir þeim ábendingum, en bætti þó mun fleiri spurningum við frá sjálfum sér. Loks bætt- um við Houser fáeinum spurningum við handrit Þórðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.