Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 106
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Hálsá rennur úr afdal sínum til norðurs út og ofan eyrar og engjar fyrir neðan bæinn á Hálsi, milli hans og Hamars, og stefnir á Svarf- aðardalsvík. En áður en hún nái sjó fellur hún í Svarfaðardalsá, sem segja má að renni þvert í veg fyrir hana með því að sveigja langt austur með landi, aðskilin frá sjó aðeins af mjóum sandtanga, uns hún fellur loks til sjávar austur undir Hálshöfða eða þar sem brekk- ur fara aftur að taka við austan undirlendisins. En þannig hefur Svarfaðardaisá ekki ávallt hagað sér. Eins og altítt mun vera eru sífelld átök milli hennar og hafsöldunnar sem vill lemja sandinn upp í sjávarkamb fyrir botni víkurinnar, en áin verður að brjótast einhvers staðar gegnum hann, og fer þá svo að það verður ekki alltaf á sama stað. Stundum þegar áin hefur komist í mikinn ham hefur hún ruðst gegnum sandinn miklu vestar og þá talsvert styttri leið en nú og haldið þeim farvegi nokkurn tíma eða þangað til sjónum hefur tekist að girða fyrir hana aftur og flæma hana austur á bóginn.10 En þegar hún fer hina styttri leið, verður liún ekki á vegi Hálsár sem þá rennur í sjó fram um sinn sérstaka ós. Hún hefur þó ekki verið mjög staðföst í farvegi sínum fremur en Svarfaðardalsá sjálf, heldur flögrað allmjög til og frá í vatnavöxtum, og sjá má gamlan mjög skýran farveg hennar austur undir Hálshöfða; þar hefur hún einhvern tíma runnið og það nokkuð lengi. En svo að áhersla sé lögð á aðalatriði má með vissu segja að Hálsá hefur á liðnum öldum oft haft sérstakan ós, þótt nú sameinist hún Svarfaðardalsá fyrir ofan sjó. I tveimur fornbréfum kemur fyrir örnefnið Uxárós. Möðruvalla- klaustur átti reka á Böggvisstaðasandi. Hið eldra er frá 22. jan. 1455. Þá gerir Sigurður príor Jónsson á Möðruvöllum bréf þar sem segir svo:11 reiknar eg ok eignar klavstrinv a maudrwaullum þria hlvte j vid- reka ok hualreka a bauggustada sande rettsýne vr vxar ose þar hun hefer at fornu fallet ok vestur at steine þeim er stendr firir sunan diupudeld. Fróðlegt er að vekja á því athygli hér, þótt ekki snerti aðalvið- fangsefnið, að þegar þetta er ritað, árið 1455, hefur klaustrið aðeins átt reka fyrir landi Böggvisstaða en ekki Brimness, næstu jarðar fyrir utan. Steinninn fyrir sunnan Djúpudæld, sem nú kallast Brimneslág eða Lágin í miðjum Dalvíkurkaupstað, hefur verið merkjasteinn milli Böggvisstaða og Brimness. I vitnisburði um Brimnesreka frá 9. febr. 1421 segir svo um hann:12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.