Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 44
46
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar álnir. Eftir því að dæma er kirkjan 8.26 m á lengd 4.84 á breidd
og 2.85 undir bita. Sé gullinsniðsreglan látin gilda er kórinn 3.10 m
á lengd en framkirkjan 5.16 m.
Nú eru það íleiri en biskupar sem vísitera kirkjur, það gera pró-
fastar einnig. Árið 1765 þann 19. júlí er prófasturinn í Eyjafirði,
séra Erlendur Jónsson á Hrafnagili, í Hólum að vísitera og upp-
skrifa kirkjuna þar. Margt er í umsögn séra Erlends enn nákvæmara
en hjá biskupum. Hann segir berum orðum að kirkjan sé með „6
stöplum og 2 stöfum í miðri kirkjunni“, að í henni séu „aursyllur að
neðan og stokkfellt þil strikað milli efri og neðri syllna“, ennfrem-
ur að fyrir kirkjunni sé stokkfellt standþil, „bjórþil yfir og undir
skammbita eins ásigkomið.“
Aftan fyrir kirkjunni er einnig aursylla og miðsylla með „stokk-
felldu standþili í milli og samslags bjórþil undir og yfir skammbita".
Það er augljóst að stafnarnir báðir eru með stafverkslagi, þiljur ganga
í uppistöðutré, stafi, bita, aursyllur, miðsyllur, skammbita og sperrur.
Enn skulum við hlera orð prófasts. Á bakstafní er livorki meira
né minna en 26 rúðna gluggi með smáum og stórum rúðum, annar
yfir prédikunarstól með 6 rúðum, en „á frambjórnum er eitt vind-
auga.“ Sextán árum áður lætur annar prófastur þess getið, séra Þor-
lákur Þórarinsson skáld, þegar hann kemur í Hóla, að kirkjan sé
með „bitum syllulægum“.
Af þessum upplýsingum og mörgum öðrum, sem nákvæmlega eru
tíundaðar í biskups- og prófastsvísitasíum, er það engin goðgá að
draga upp grunnmynd, sneiðingu og útlitsmynd þessa horfna guðs-
húss. Við getum kallað það einskonar vinnulíkan sem gott er að
styðjast við í rannsókn þessari (47. og 48. mynd).
Enda þótt því hafi verið lýst yfir hér að framan að hugurinn bein-
ist einkum að þeirri kirkju í Hólum sem nú hefur verið sagt frá, er
engin ástæða til að ganga framhjá kirkjunni sem á eftir kom. 1
kirkjustól Hóla er til nákvæm skoðunargerð hennar árið 1776 ásamt
ítarlegum reikningi. Hún er 18% al að lengd „fram og aftur millum
þilja, en að breidd innan stafa 8 al. Hæðin undir bita 4% al og yfir
bita til mænis 4% al. Kirkjan með kórnum er í 8 stafgólfum með 18
stöplum til beggja hliða undir 9 bitum, jafnmörgum sperrum yfir
með skammbitum eins mörgum, efri og neðri syllum, áfellum, súðþili
í rjáfri og plægðu strikuðu standþili til beggja hliða, eins og að
kórbaki upp í gegn, hvar bæði er aursylla miðsylla og slagþil að utan,
með tilhlýðilegum vindskífum. Framan fyrir kirkjunni er og slagþil
með vindskífum eins og að kórbaki. Aurstokkur að neðan“. Eins og