Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 2
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Er hér var komið var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður tekinn að reskj-
ast og munu ýmsir hafa verið farnir að svipast um eftir manni, sem gæti tekið
við af honum þegar hann léti af störfum fyrir aldurs sakir. Þá hafði enginn ís-
lendingur annar lesið fornleifafræði eða almenna menningarsögu og höfðu í
rauninni ekki aðrir hérlendis sinnt þessum fræðum né þekktu að marki til
safna og safnamála. Móðurbróðir Kristjáns, Sigfús Sigurhjartarson, sem
fylgdist með þessum skarpgreinda frænda sínum, hafði vikið því að honum,
hvort hann gæti ekki hugsað til þess að lesa fornleifafræði í og með í þessum
tilgangi, en Kristján hafði mestan hug á tungumálunum, enda lágu þau mjög
vel fyrir honum.
Svo fór þó, að Kristjáni féll ekki málanámið svo sem hann hafði sjálfur
vænzt. Minnugur orða Sigfúsar frænda síns lagði hann nú leið sína inn í forn-
fræðideildina rétt eins og til að forvitnast um, í hverju fornleifafræði væri
fólgin. Og svo fór, að þar reyndist svið sem hann felldi sig við og því betur
sem hann kynntist því nánar og hóf hann því þar nám. Þá var Johannes
Brondsted prófessor þar og batt Kristján vináttubönd við hann og fjölda
kennara og samstúdenta sína, sem hann rækti alla tið síðan.
Sumarið 1937 tók Kristján þátt í rannsóknarleiðangri til Grænlands, en þar
var þá grafinn upp norrænn miðaldabær í Austmannadal, sem svo er kallað-
ur, í Vestribyggð. Kennarar hans í fornleifafræðinni höfðu fengið nokkurt
álit á þessum unga íslendingi og töldu, að slíkur íslenzkur sveitapiltur gæti
reynzt liðtækur við ýmsar þær aðstæður, sem þarna yrði við að glíma, þar
sem menn yrðu mest að treysta á sjálfa sig og hestana við vinnu og á ferðum.
Þessar rannsóknir voru merkilegar og hefur Kristján skýrt frá þeim í bók sinni
Gengið á reka og að auki í fyrirlestrum.
Sumarið 1939 var að frumkvæði Matthíasar Þórðarsonar gerður út nor-
rænn rannsóknarleiðangur til fornleifarannsókna á íslandi og tóku þátt í hon-
um auk íslendinga, Danir, Svíar og Finnar. Markaði sá leiðangur í rauninni
tímamót í fornleifarannsóknum hérlendis og er ritið Forntida gárdar i Island,
þar sem niðurstöðurnar eru birtar, alþekkt.
Kristján hafði þá lokið fyrra hluta prófi í norrænni fornleifafræði. Tók
hann þátt í rannsóknunum og var í hópi Dananna, sem rannsökuðu Stöng í
Þjórsárdal undir stjórn Aage Roussell, eina merkustu og bezt varðveittu
norrænu miðaldabæjarrúst, sem þá hafði verið rannsökuð. — Ófriðarblikur
var þá farið að draga á loft í heiminum og um sumarið þótti öllum ljóst, að til
styrjaldar drægi. Þetta olli því, að Kristján fór ekki aftur utan um haustið
heldur varð hann eftir heima. Hóf hann þá um haustið kennslu við Mennta-
skólann á Akureyri, kenndi þar næstu tvo vetur, 1939—41, en að því loknu
settist hann í Háskóla íslands og hóf nám í íslenzkum fræðum og stundaði
jafnframt kennslu. Lauk hann meistaraprófi vorið 1944 og fjallaði prófrit-