Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 2
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Er hér var komið var Matthías Þórðarson þjóðminjavörður tekinn að reskj- ast og munu ýmsir hafa verið farnir að svipast um eftir manni, sem gæti tekið við af honum þegar hann léti af störfum fyrir aldurs sakir. Þá hafði enginn ís- lendingur annar lesið fornleifafræði eða almenna menningarsögu og höfðu í rauninni ekki aðrir hérlendis sinnt þessum fræðum né þekktu að marki til safna og safnamála. Móðurbróðir Kristjáns, Sigfús Sigurhjartarson, sem fylgdist með þessum skarpgreinda frænda sínum, hafði vikið því að honum, hvort hann gæti ekki hugsað til þess að lesa fornleifafræði í og með í þessum tilgangi, en Kristján hafði mestan hug á tungumálunum, enda lágu þau mjög vel fyrir honum. Svo fór þó, að Kristjáni féll ekki málanámið svo sem hann hafði sjálfur vænzt. Minnugur orða Sigfúsar frænda síns lagði hann nú leið sína inn í forn- fræðideildina rétt eins og til að forvitnast um, í hverju fornleifafræði væri fólgin. Og svo fór, að þar reyndist svið sem hann felldi sig við og því betur sem hann kynntist því nánar og hóf hann því þar nám. Þá var Johannes Brondsted prófessor þar og batt Kristján vináttubönd við hann og fjölda kennara og samstúdenta sína, sem hann rækti alla tið síðan. Sumarið 1937 tók Kristján þátt í rannsóknarleiðangri til Grænlands, en þar var þá grafinn upp norrænn miðaldabær í Austmannadal, sem svo er kallað- ur, í Vestribyggð. Kennarar hans í fornleifafræðinni höfðu fengið nokkurt álit á þessum unga íslendingi og töldu, að slíkur íslenzkur sveitapiltur gæti reynzt liðtækur við ýmsar þær aðstæður, sem þarna yrði við að glíma, þar sem menn yrðu mest að treysta á sjálfa sig og hestana við vinnu og á ferðum. Þessar rannsóknir voru merkilegar og hefur Kristján skýrt frá þeim í bók sinni Gengið á reka og að auki í fyrirlestrum. Sumarið 1939 var að frumkvæði Matthíasar Þórðarsonar gerður út nor- rænn rannsóknarleiðangur til fornleifarannsókna á íslandi og tóku þátt í hon- um auk íslendinga, Danir, Svíar og Finnar. Markaði sá leiðangur í rauninni tímamót í fornleifarannsóknum hérlendis og er ritið Forntida gárdar i Island, þar sem niðurstöðurnar eru birtar, alþekkt. Kristján hafði þá lokið fyrra hluta prófi í norrænni fornleifafræði. Tók hann þátt í rannsóknunum og var í hópi Dananna, sem rannsökuðu Stöng í Þjórsárdal undir stjórn Aage Roussell, eina merkustu og bezt varðveittu norrænu miðaldabæjarrúst, sem þá hafði verið rannsökuð. — Ófriðarblikur var þá farið að draga á loft í heiminum og um sumarið þótti öllum ljóst, að til styrjaldar drægi. Þetta olli því, að Kristján fór ekki aftur utan um haustið heldur varð hann eftir heima. Hóf hann þá um haustið kennslu við Mennta- skólann á Akureyri, kenndi þar næstu tvo vetur, 1939—41, en að því loknu settist hann í Háskóla íslands og hóf nám í íslenzkum fræðum og stundaði jafnframt kennslu. Lauk hann meistaraprófi vorið 1944 og fjallaði prófrit-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.