Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 4
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hann rannsakaði af mestu vandvirkni. Má segja, að þetta sé fyrsta umtals- verða fornleifarannsókn íslendings, sem staðizt getur nútímakröfur. — Birti Kristján grein um rannsóknina í Árbók fornleifafélagsins 1941, fyrstu ritgerð sína fornfræðilegs efnis. Árið 1945 varð hann starfsmaður við F'jóðminjasafnið, aðstoðarmaður þjóðminjavarðar, eins og það hét þá, enda voru stöður ekki fleiri en tvær við safnið. Var hér um mjög alhliða starf að ræða og varð Kristján strax að takast á við hin fjölskrúðugustu verkefni á safninu. Matthías Þórðarson var nú mjög tekinn að reskjast og því eðlilegt, að hann drægi við sig hin erilsömu daglegu störf, sem lentu nú á herðum aðstoðarmannsins. Þá var safnið enn til húsa á gamla safnahússloftinu, að mestu í sömu skorð- um og Matthías hafði búið því í öndverðu, 1908. En nú var í smíðum nýtt hús, stórt og veglegt og vandað að þeirrar tíðar hætti í Háskólahverfinu suður á Melunum. Má því segja að ljómaði af nýjum degi fyrir safninu er það átti í vændum eigið húsnæði í fyrsta skipti. Árið 1947 kvæntist Kristján Halldóru Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra á ísafirði Árnasonar, og konu hans Ólafar Jónasdóttur. Þau eignuðust fjögur börn, Ólöfu verzlunarstjóra, Þórarin bókmenntafræðing og skáld, Sigrúnu myndlistarmann og Ingólf stúdent. Kristján Eldjárn var skipaður þjóðminjavörður 1. desember 1947 er Matthías Þórðarson lét af störfum fyrir aldurs sakir. Biðu hans nú mikil og stór verkefni, ekki aðeins stjórn Þjóðminjasafnsins og umsjá þjóðminjavörzl- unnar, heldur tók senn við flutningur safnsins ofan af lofti Safnahússins og í nýja húsið á Melunum. Þegar húsið var tilbúið var haldin þar mikil og merki- leg þróunarsýning Reykjavíkur, Reykjavíkursýningin 1949, en að henni lok- inni var hafizt handa við flutning safnsins og uppsetningu þess. Var þetta gríðarmikið verk, sem krafðist þekkingar, hugkvæmni og smekkvísi, og fékk nú Kristján til liðs við sig ágæta menn utan safnsins til að vinna við uppsetn- inguna, einkum Stefán Jónsson arkitekt. Skömmu síðar kom Gísli Gestsson að safninu og áttu þeir tveir fyrir höndum langt og giftudrjúgt samstarf, bæði innan safnsins og þó ekki síður við fornleifarannsóknir. Á Kristjáni mæddu eðlilega mest stjórnunarstörf, bréfaskriftir og erindisrekstur ýmiss konar, og snemma tóku ritstörfin drjúgan hluta af starfsdegi hans. Matthías Þórðarson hafði verið ritstjóri Árbókar, líklegast allt frá því að hann kom að safninu 1907 og ritaði hana sjálfur að mestu leyti, en verðbólgu- vandi stríðsáranna gerði honum mjög erfitt um útgáfuna. Kristján var kjörinn í stjórn félagsins 1945 og gekk nú í það með oddi og eggju að endurlífga Árbók- ina og varð hann ritstjóri hennar, þótt nafn hans sem ritstjóra standi ekki á titilblaði fyrr en á bókinni fyrir árin 1955—56. í þetta fyrsta hefti Árbókar, sem tók yfir árin 1943—48, skrifaði Kristján tvær yfirgripsmiklar greinar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.