Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Síða 4
10
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hann rannsakaði af mestu vandvirkni. Má segja, að þetta sé fyrsta umtals-
verða fornleifarannsókn íslendings, sem staðizt getur nútímakröfur. — Birti
Kristján grein um rannsóknina í Árbók fornleifafélagsins 1941, fyrstu ritgerð
sína fornfræðilegs efnis.
Árið 1945 varð hann starfsmaður við F'jóðminjasafnið, aðstoðarmaður
þjóðminjavarðar, eins og það hét þá, enda voru stöður ekki fleiri en tvær við
safnið. Var hér um mjög alhliða starf að ræða og varð Kristján strax að takast
á við hin fjölskrúðugustu verkefni á safninu. Matthías Þórðarson var nú mjög
tekinn að reskjast og því eðlilegt, að hann drægi við sig hin erilsömu daglegu
störf, sem lentu nú á herðum aðstoðarmannsins.
Þá var safnið enn til húsa á gamla safnahússloftinu, að mestu í sömu skorð-
um og Matthías hafði búið því í öndverðu, 1908. En nú var í smíðum nýtt hús,
stórt og veglegt og vandað að þeirrar tíðar hætti í Háskólahverfinu suður á
Melunum. Má því segja að ljómaði af nýjum degi fyrir safninu er það átti í
vændum eigið húsnæði í fyrsta skipti.
Árið 1947 kvæntist Kristján Halldóru Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra á
ísafirði Árnasonar, og konu hans Ólafar Jónasdóttur. Þau eignuðust fjögur
börn, Ólöfu verzlunarstjóra, Þórarin bókmenntafræðing og skáld, Sigrúnu
myndlistarmann og Ingólf stúdent.
Kristján Eldjárn var skipaður þjóðminjavörður 1. desember 1947 er
Matthías Þórðarson lét af störfum fyrir aldurs sakir. Biðu hans nú mikil og
stór verkefni, ekki aðeins stjórn Þjóðminjasafnsins og umsjá þjóðminjavörzl-
unnar, heldur tók senn við flutningur safnsins ofan af lofti Safnahússins og í
nýja húsið á Melunum. Þegar húsið var tilbúið var haldin þar mikil og merki-
leg þróunarsýning Reykjavíkur, Reykjavíkursýningin 1949, en að henni lok-
inni var hafizt handa við flutning safnsins og uppsetningu þess. Var þetta
gríðarmikið verk, sem krafðist þekkingar, hugkvæmni og smekkvísi, og fékk
nú Kristján til liðs við sig ágæta menn utan safnsins til að vinna við uppsetn-
inguna, einkum Stefán Jónsson arkitekt. Skömmu síðar kom Gísli Gestsson
að safninu og áttu þeir tveir fyrir höndum langt og giftudrjúgt samstarf, bæði
innan safnsins og þó ekki síður við fornleifarannsóknir. Á Kristjáni mæddu
eðlilega mest stjórnunarstörf, bréfaskriftir og erindisrekstur ýmiss konar, og
snemma tóku ritstörfin drjúgan hluta af starfsdegi hans.
Matthías Þórðarson hafði verið ritstjóri Árbókar, líklegast allt frá því að
hann kom að safninu 1907 og ritaði hana sjálfur að mestu leyti, en verðbólgu-
vandi stríðsáranna gerði honum mjög erfitt um útgáfuna. Kristján var kjörinn í
stjórn félagsins 1945 og gekk nú í það með oddi og eggju að endurlífga Árbók-
ina og varð hann ritstjóri hennar, þótt nafn hans sem ritstjóra standi ekki á
titilblaði fyrr en á bókinni fyrir árin 1955—56. í þetta fyrsta hefti Árbókar,
sem tók yfir árin 1943—48, skrifaði Kristján tvær yfirgripsmiklar greinar,