Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 11
FAEIN ÆVIATRIÐI
17
smábýli í landi Tjarnar, fæðingarstaðar Kristjáns. Átti Kristján og fjölskylda
hans Gullbringu og notaði sem sumarbústað og þar stendur enn málarastofa
Arngríms, sem nú er á fornleifaskrá og hafizt er handa um að gera við. Á
Tjörn voru til myndir eftir Arngrím og mjög var Kristjáni hugleikin list Arn-
gríms og minning hans.
Kristján var mjög vel skáldmæltur og hafði yndi af skáldskap, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Eitthvað fékkst hann við ljóðaþýðingar, en stór-
virki á því sviði má nefna þýðingu hans á ljóðabálkinum Nordlands Trompet,
eftir norska 17. aldar prestinn Petter Dass, samtímamann Hallgríms Péturs-
sonar og eins konar þjóðskáld Norðmanna. Frumkvæðið er kannski ekki
mikið skáldskaparverk á nútíma mælikvarða, en það er mjög merkileg þjóð-
lífslýsing frá Norður-Noregi, sem Norðmenn eru stoltir af. Þetta kvæði þýddi
Kristján á nokkru árabili, mjög nærfærnislega og hefur tekizt að halda
bragarháttum og um.leið einfaldleika frumtextans með afbrigðum vel. —
Kvæðið var gefið út i bók undir heitinu Norðurlandstrómet árið 1977 og hlaut
mjög góðar viðtökur.
Tvær bækur þýddi hann um menningarsögu og fornfræði, Fornar byggðir
á hjara heims, e. Poul Norlund, sem kom út 1972, og Steinhúsin gömlu á ís-
landi, eftir Helge Finsen og Esbjorn Hiort, sem kom út 1978.
Þau forsetahjónin Halldóra og Kristján áunnu sér virðingu og vinsældir í
starfi, bæði hér heima og erlendis. Þau ferðuðust opinberlega innan lands og
utan og var hvarvetna vel fagnað. Að auki ferðaðist Kristján mikið innan
lands, einkum í sambandi við rannsóknir sínar og kannanir. Þurfti hann þó
stöðu sinnar vegna að fylgjast mjög vel með þjóðmálum öllum og stjórnmála-
hræringum, en hann var vel undir það búinn, svo glögg skil sem hann kunni á
fjölmörgum sviðum þjóðlífsins.
Honum voru veittar margvislegar heiðursviðurkenningar. Þannig var hann
heiðursdoktor við háskólana í Aberdeen, Leeds, Björgvin, Óðinsvéum, Lundi
og Leningrad. Félagi var hann í Vísindafélagi íslendinga frá 1950.
Kristján Eldjárn var forseti íslands í tólf ár. Um áramótin 1979—80 lýsti
hann yfir því, að hann gæfi ekki framar kost á sér í embættið. Þetta höfðu
veriö farsæl ár, en eðlilegt er, að þau hjónin vildu eiga sér einhver hvíldarár,
laus við opinber skyldustörf. Margir vinir Kristjáns fögnuðu í reynd þessari
ákvörðun. Þau hjón höfðu staðið með reisn í mestu virðingarstöðu þjóðar-
innar drjúglanga stund og þeir, sem þekktu til þeirra rannsókna Kristjáns,
sem hann átti ófrágengnar og óbirtar, sáu nú fram á, að honum gæfist tóm til
að ljúka þeim, ekki sízt að koma Skálholtsrannsóknunum á prent. Vafalaust
hafa árin á Bessastöðum verið lýjandi, hin opinberu skyldustörf sátu í fyrir-
rúmi og tóku oft og tíðum drýgstan hluta vinnudagsins. Áhugamálunum var þá
2