Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 18
24 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Á seinni hluta 19. aldar skrifuðu ýmsir um byggðina á Þórsmörk. 1877 lýsti Kálund (1877, bls. 261) Kápurananum sem uppblásnum, en að þar sæjust greinileg merki byggðaleifanna; dýrabein og muni úr steini og bronsi fann hann þar, en áður höfðu fundist mannabein þar. Árið 1883 ferðaðist Sigurður Vigfússon um Rangárvöllu og kom m.a. á Þórsmörk. Hann taldi byggðaminjarnar á Kápu vera Miðmörk þá sem nefnd er í Njáls sögu; Neðstamörk hafi verið að Þuríðarstöðum, en Efstamörk innar á Mörkinni og sé ekkert eftir af henni. Hann fann ýmsa hluti af málmi á staðnum, svo og manna-, hunda-, hross- og nautsbein. Taldi hann skóg hafa verið á Kápu og sagði, að enn væru þar óeyddar jarðtorfur, ein eða tvær mannhæðir á hæð (Sigurður Vigfússon, 1892, bls. 38—9). Árið 1886 skrifaði Páll Sigurðsson í Árkvörn um þessar byggðaminjar. Var hann sömu skoðunar og Sigurður um staðsetningu Merkurbæjanna þriggja sem nefndir eru í Njáls sögu, en taldi Steinfinnsstaði hafa verið sunnan Krossár, samanber örnefnin Steinsholtsá og Steinsholt. Byggðaleifunum á Kápu, þar sem hann taldi Miðmörk hafa verið, lýsir hann á eftirfarandi hátt: Nokkru innar, hér um á miðri Þórsmörk hinni fornu, nú fremst á Al- menningum, í svo nefndri Kápu, sést enn merki fyrir skálastæði og fleiri húsatóptum, þar hefir fundizt sitthvað smávegis, svo sem brýni, hringju- brot og plata, álíka stór og manns lófi, og var höggvin sundr um rúma Vi parta, en hitt heilt, og héldu smiðir þeir, er skoðuðu þetta, að væri bóla af skildi, eða einhver hertygjaplata, og í því blendíngr járns og kopars (bronze). Þar finnst enn í sandinum mikið af beinum, bæði nauta, hrossa, sauða og jafnvel svína, og vorið 1860 fann ég í hól þeim, er suðr er ör- skammt frá bæjarstæðinu næst Þröngá, og austan við svo nefnda Grautar- lág, mannsbein blásin út úr rofi vestan í hólnum; voru það fót- og lærlegg- ir, viðlíka stórir og meðalmanns þessa tíma, og höfðu fætr legið til suð- vestrs; ekki fann ég fleiri bein, en ég var líka áhaldalaus, að grafa þar nokkuð til (Páll Sigurðsson, 1886, bls. 511). Skálastæðið, sem Páll nefnir, er freistandi að ætla, að hafi verið á þeim stað, sem merktur er (A) á 2. mynd, en lítil merki sér nú um aðrar húsatóftir. Hluturinn, sem hann telur e.t.v. vera skjaldarbólu, virðist vera sá sami sem lýst er í Sýslu- og sóknarlýsingunni hér að framan, en hann er nú ekki til og hefur e.t.v. verið notaður til smíða. Árið 1887 nefndi Brynjúlfur Jónsson (1887, bls. 58) þessar byggðaleifar í grein um landnám Sighvats rauða, sem dæmi um það hversu rústir aflagist af völdum náttúruaflanna. Sagði hann, að um 1840 hafi rúst bæjarins, að sögn Sigurðar ísleifssonar á Barkarstöðum, verið glögg, 60 feta löng. Um 30 árum síðar var hleðslugrjótið dreift um allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.