Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 69
ÞÓRSLÍKNESKI
73
Eyrarlandslíkanið er ekki eina þrívíða mannsmyndin sem varðveist hefur
frá vikingaöld á íslandi. Til er önnur, einnig oft sýnd á mynd i ritum, þótt hún
hafi að ósekju ekki notið annarrar eins virðingar og Eyrarlandsmyndin. Hér
er um að ræða fimlega útskorna litla likneskju úr hvalbeini, 3,9 cm háa, og
sýnir hún mann sem situr í búddastellingum á kringlóttum palli, 2,9 cm í
þvermál. (8. mynd). Maðurinn ber handleggina til á sama hátt og Eyrarlands-
líkneskjan og klýfur skegg sitt á nákvæmlega sama veg og hún með krepptum
hnefum. Ekkert er á þessari mynd sambærilegt við hinn svonefnda
Þórshamar, né heldur neitt annað einkennisteikn. Augljóst virðist að nógu
margt sé sameiginlegt með þessum tveimur íslensku listaverkum til þess að
réttmætt sé að sjá í þeim sömu myndhefðina, þó að aldursmunur muni vera
nokkur, þar eð hvalbeinsmyndin fannst í ríkmannlegri heiðinni gröf frá 10.
öld í Baldursheimi í Mývatnssveit.17 Hvalbeinsmyndin getur því vel verið um
hálfri öld eldri en hin. í kumlinu voru meðal margra annarra hluta teningur og
margar töflur eða taflmenn úr tönn, líklega hvaltönn eða rostungstönn. Slíkar
töflur frá Víkingaöld hafa víða fundist á Norðurlöndum og eru síður en svo
einsdæmi hér á landi.18 Þær eru flestar upptypptar, og neðan á þeim er oftast
hola í miðju, að minnsta kosti þeim sem úr beini eða tönn eru, og slík hola er á
öllum Baldursheimstöflunum. Þar að auki eru ristar skorur neðan á þær,
þvers og kruss, ein og ein, tvær og tvær og þrjár og þrjár. Ekki er vitað til
hvers þessar skorur eru.
Kunnugt er að leikur sá sem leikinn var með þessum töflum nefndist
hneftafl. Leikreglurnar þekkja menn nú ekki svo að víst sé. En augljóst er að
einhverskonar kóngur eða fyrirliði hefur gegnt miklu hlutverki og sker hann
sig greinilega úr bæði að stærð og íburði. Þessi aðalpersóna var kölluð hnefi
og er jafnan auðþekkt og hefur oft fundist í samfloti við töflurnar. Það á
einmitt við um litlu hvalbeinsstyttuna frá Baldursheimi. Hún fannst með
töflum og teningi, og það er því mjög freistandi að halda að hún eigi heima i
þessari samstæðu og sé hnefinn í hópnum. Sigurður málari, sem fyrstur
manna skrifaði um Baldursheimsfundinn, var þessarar skoðunar,19 og í
Kumlum og haugfé reyndi ég að sýna fram á að hann hafi sennilega haft rétt
fyrir sér.20 Meðal annars benti ég á að á botni styttunnar er hola og rist skora
og gætu þessi smáatriði bent á skyldleika með henni og töflunum. Ég hef ekki
skipt um skoðun síðan ég skrifaði bók mína og held enn að hvalbeinsmyndin
sé hnefi úr hneftafli, en því er ekki að leyna að ýmsir aðrir fræðimenn hallast
að því að hún eigi að sýna einhvern hinna fornu heiðnu guða.21
Ef hvalbeinslíkanið frá Baldursheimi er hnefi úr hneftafli, eins og ég held,
er ekki nema eðlilegt þótt spurt sé hvort hið sama gildi ef til vill um bronslík-
anið frá Eyrarlandi. Ég held að það geti vel verið, og sennilega er það besti
skýringarkosturinn. Búast má við að ýmsum muni finnast slíkt sjónarmið