Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 69

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 69
ÞÓRSLÍKNESKI 73 Eyrarlandslíkanið er ekki eina þrívíða mannsmyndin sem varðveist hefur frá vikingaöld á íslandi. Til er önnur, einnig oft sýnd á mynd i ritum, þótt hún hafi að ósekju ekki notið annarrar eins virðingar og Eyrarlandsmyndin. Hér er um að ræða fimlega útskorna litla likneskju úr hvalbeini, 3,9 cm háa, og sýnir hún mann sem situr í búddastellingum á kringlóttum palli, 2,9 cm í þvermál. (8. mynd). Maðurinn ber handleggina til á sama hátt og Eyrarlands- líkneskjan og klýfur skegg sitt á nákvæmlega sama veg og hún með krepptum hnefum. Ekkert er á þessari mynd sambærilegt við hinn svonefnda Þórshamar, né heldur neitt annað einkennisteikn. Augljóst virðist að nógu margt sé sameiginlegt með þessum tveimur íslensku listaverkum til þess að réttmætt sé að sjá í þeim sömu myndhefðina, þó að aldursmunur muni vera nokkur, þar eð hvalbeinsmyndin fannst í ríkmannlegri heiðinni gröf frá 10. öld í Baldursheimi í Mývatnssveit.17 Hvalbeinsmyndin getur því vel verið um hálfri öld eldri en hin. í kumlinu voru meðal margra annarra hluta teningur og margar töflur eða taflmenn úr tönn, líklega hvaltönn eða rostungstönn. Slíkar töflur frá Víkingaöld hafa víða fundist á Norðurlöndum og eru síður en svo einsdæmi hér á landi.18 Þær eru flestar upptypptar, og neðan á þeim er oftast hola í miðju, að minnsta kosti þeim sem úr beini eða tönn eru, og slík hola er á öllum Baldursheimstöflunum. Þar að auki eru ristar skorur neðan á þær, þvers og kruss, ein og ein, tvær og tvær og þrjár og þrjár. Ekki er vitað til hvers þessar skorur eru. Kunnugt er að leikur sá sem leikinn var með þessum töflum nefndist hneftafl. Leikreglurnar þekkja menn nú ekki svo að víst sé. En augljóst er að einhverskonar kóngur eða fyrirliði hefur gegnt miklu hlutverki og sker hann sig greinilega úr bæði að stærð og íburði. Þessi aðalpersóna var kölluð hnefi og er jafnan auðþekkt og hefur oft fundist í samfloti við töflurnar. Það á einmitt við um litlu hvalbeinsstyttuna frá Baldursheimi. Hún fannst með töflum og teningi, og það er því mjög freistandi að halda að hún eigi heima i þessari samstæðu og sé hnefinn í hópnum. Sigurður málari, sem fyrstur manna skrifaði um Baldursheimsfundinn, var þessarar skoðunar,19 og í Kumlum og haugfé reyndi ég að sýna fram á að hann hafi sennilega haft rétt fyrir sér.20 Meðal annars benti ég á að á botni styttunnar er hola og rist skora og gætu þessi smáatriði bent á skyldleika með henni og töflunum. Ég hef ekki skipt um skoðun síðan ég skrifaði bók mína og held enn að hvalbeinsmyndin sé hnefi úr hneftafli, en því er ekki að leyna að ýmsir aðrir fræðimenn hallast að því að hún eigi að sýna einhvern hinna fornu heiðnu guða.21 Ef hvalbeinslíkanið frá Baldursheimi er hnefi úr hneftafli, eins og ég held, er ekki nema eðlilegt þótt spurt sé hvort hið sama gildi ef til vill um bronslík- anið frá Eyrarlandi. Ég held að það geti vel verið, og sennilega er það besti skýringarkosturinn. Búast má við að ýmsum muni finnast slíkt sjónarmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.