Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 87
ANKER LUND OG ALTARISTÖFLUR HANS
91
listsköpun eins og að mála landslagsmyndir, sögumálverk og mannamyndir.
Voru það t.d. C.W.Eckersberg, J.L.Lund, A.Dorph og A.Lund.10 Vinsældir
þeirra áttu sinn þátt í því að þeir máluðu sömu mynd fyrir margar kirkjur og
gæti það atriði hafa stuðlað að því að halda verði niðri.11 Einnig voru til
menn, sem einvörðungu kopíeruðu frummyndir annarra.12 Flestir þessara
listamanna hlutu einhverja menntun við listaháskóla, enda var það skylt
hverjum þeim er útvega átti altaristöflu í Danmörku að leita ráða hjá Listahá-
skólanum í Kaupmannahöfn.13
Sé ferðast milli kirkna á íslandi er áberandi hversu víða er að finna töflur
frá nítjándu öld. Ástæður til þess, að altaristöflur voru endurnýjaðar þá eru
vafalítið margar og oft samofnar. í því sambandi má nefna, að um þetta leyti
voru kirkjur viða gagngert lagfærðar eða hreinlega byggðar nýjar. Eftir slíkar
framkvæmdir kom oft upp þörf í sóknum að fá nýja hluti í stað hinna gömlu,
sem afar oft þóttu óhæfa lélegir eða svo gamlir og jafnvel verðmætir að þeir
þóttu betur komnir á safni. Einmitt þá var Forngripasafnið á bernskuskeiði,
en starfsmenn þess höfðu ötullega safnað fornum gripum og reynt að útvega
nýja í staðinn ef þess þurfti. Hefur slikt átt þátt í því að kynna fólki nýja
strauma. Skoðun manna var orðin sú, að myndir ættu að vera auðskildar og
því áttu hinar nýju altaristöflur erindi til fólks. Nefna má einnig, að oft virðist
sem fólk óskaði eftir að fá hluti sem liktust því sem það hafði séð e.t.v. við ná-
grannakirkjuna eða jafnvel í bókum. Ekki þarf það að koma neinum á óvart,
að meiri hluti hinna nýju altaristaflna eru eftir danska málara þar sem fáir ís-
lendingar áttu þess kost að stunda myndlist á þeim tíma.
Atvikin hafa hagað því þannig, að í ekki færri en tuttugu og fjórum kirkj-
um á íslandi hafa verið til með vissu altaristöflur eftir danska málarann Anker
Lund. Málari þessi, sem hét fullu nafni Niels Anker Lund, var fæddur í Kaup-
mannahöfn 24. febrúar 1840. Stundaði hann nám við Listaháskólann þar frá
1858 til 1866 þegar hann útskrifaðist sem málari. Hann lést árið 1922. Einna
þekktastur varð hann fyrir leirmunaskreytingar sínar með forngrískum fyrir-
myndum, sem hann vann fyrir leirkeraverksmiðju P. Ibsens en einnig málaði
hann sögumálverk.14 Hann málaði altaristöflur sínar af atburðum úr lífi og
starfi Krists, atburðum og frásögnum Nýja testamentisins, sem fólk þekkti og
trúði á og skírskotuðu til trúarinnar á einfaldan hátt, en það var raunar líkt og
margir aðrir málarar eftir miðja nítjándu öld og fram á þá tuttugustu. Eitt-
hvað fékkst hann við að kopíera frummyndir annarra15 m.a. eftir
altaristöflum C.Blochs. Myndir sínar auðkenndi hann annað hvort Anker
Lund eða A.Lund og með ártali.
Anker Lund tilheyrði þeim hópi listamanna i Danmörku, sem ekki náði sér-
legri frægð, þannig að mikið hafi verið um hann fjallað eftir á. En frá tveimur
síðustu tugum nítjándu aldar eru um fjörutíu altaristöflur eftir hann í