Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. í Sauðárkrókskirkju er altaristafla máluð 1895 og er hún af göngu Jesú
með tveimur postulum til Emaus. Taflan var gjöf frá Emilie ekkju Ludvigs
Popp kaupmanns á Sauðárkróki, en hann var velgjörðarmaður kirkjunnar og
lést um það leyti sem hún var vígð.26
9. í Fellskirkju í Sléttuhlíð er altaristafla máluð 1920 og sýnir hún það, þeg-
ar Jesús læknar dóttur Jaírusar. Lengi hafði vantað töflu í kirkjuna, þar til
loks við visitasíu prófasts 1922 að hún hafði verið fengin. Var hún gjöf frá
söfnuði og presti og kostaði í kirkjuna komin 617,25 krónur.27
10. í Siglufjarðarkirkju er altaristafla máluð 1906 og sýnir Jesúm í gras-
garðinum Getsemane. Töfluna fékk kirkjan að gjöf frá safnaðarfulltrúanum
Wilhelm M. Jónssyni kaupmanni árið 1907 og kostaði hún 300 krónur.28 Hún
er ekki lengur yfir altari heldur hangir hún á öðrum stað í kirkjunni, and-
spænis átjándu aldar töflu, sem þar er til.29
11. í Grundarkirkju í Eyjafirði er altaristafla máluð 1891, sem sýnir upprisu
Krists. Kirkjueigandinn Magnús Gíslason lagði töfluna til og var hún komin í
kirkjuna 1893 þegar Jónas Jónasson prófastur á Hrafnagili vísiteraði.30 (Sjá
mynd 1.)
12. í Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu er altaristafla máluð 1894 og er hún
af því þegar Kristur birtist Maríu Magdalenu við gröfina. Árið 1893 skrifaði
sr. Einar Jónssonar í Kirkjubæ Pálma Pálssyni forstöðumanni Forngripa-
safns. Þá kemur fram, að nýlega hafði verið gert við kirkjuna og átti að út-
vega nýja töflu í stað tveggja eldri, sem Sigurður Vigfússon hafði boðið 200
krónur í.31 Árið 1894 komu þær til safnsins Þjms. 4635 og 4637, en svo slysa-
lega vildi til, að kirkjubækur ásamt öðru lentu í bruna á Kirkjubæ árið 1897
og því er ekkert nánar vitað um það, hvenær taflan nýja komst austur, en
væntanlega hefur það verið fljótlega eftir þetta.
13. í Hofteigskirkju á Jökuldal er altaristafla máluð 1897 af því þegar
Kristur læknar blinda manninn. Ekki hefur tekist að rekja það hvernig hún
kom til kirkjunnar því bækur hennar munu hafa eyðilagst þegar bruninn varð
í Kirkjubæ.
14. í Vallaneskirkju á Völlum er altaristafla máluð 1899 og sýnir það þegar
Kristur kyrrir vatn og vind. í prófastsvísitasíu 1899 er það tekið fram, að
altaristafla kirkjunnar sé gömul og léleg og eigi að leggjast niður.32 Það er svo
við heimsókn Jóhanns L. Sveinbjarnarsonar prófasts 1901 sem hin nýja tafla
er komin og kostaði hún á fjórða hundrað króna.33
15. í Eskifjarðarkirkju er altaristafla, sem sýnir Jesúm í grasgarðinum
Getsemane. Árið 1899 var Hólmasókn skipt í tvennt, þannig að ný kirkja var
byggð á Eskifirði34 og má getum að því leiða, að fljótlega hafi komið tafla í
hana, en ekkert er um það sagt í prófastsvísitasíum árin á eftir.