Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 92
96 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 8. í Sauðárkrókskirkju er altaristafla máluð 1895 og er hún af göngu Jesú með tveimur postulum til Emaus. Taflan var gjöf frá Emilie ekkju Ludvigs Popp kaupmanns á Sauðárkróki, en hann var velgjörðarmaður kirkjunnar og lést um það leyti sem hún var vígð.26 9. í Fellskirkju í Sléttuhlíð er altaristafla máluð 1920 og sýnir hún það, þeg- ar Jesús læknar dóttur Jaírusar. Lengi hafði vantað töflu í kirkjuna, þar til loks við visitasíu prófasts 1922 að hún hafði verið fengin. Var hún gjöf frá söfnuði og presti og kostaði í kirkjuna komin 617,25 krónur.27 10. í Siglufjarðarkirkju er altaristafla máluð 1906 og sýnir Jesúm í gras- garðinum Getsemane. Töfluna fékk kirkjan að gjöf frá safnaðarfulltrúanum Wilhelm M. Jónssyni kaupmanni árið 1907 og kostaði hún 300 krónur.28 Hún er ekki lengur yfir altari heldur hangir hún á öðrum stað í kirkjunni, and- spænis átjándu aldar töflu, sem þar er til.29 11. í Grundarkirkju í Eyjafirði er altaristafla máluð 1891, sem sýnir upprisu Krists. Kirkjueigandinn Magnús Gíslason lagði töfluna til og var hún komin í kirkjuna 1893 þegar Jónas Jónasson prófastur á Hrafnagili vísiteraði.30 (Sjá mynd 1.) 12. í Kirkjubæjarkirkju í Hróarstungu er altaristafla máluð 1894 og er hún af því þegar Kristur birtist Maríu Magdalenu við gröfina. Árið 1893 skrifaði sr. Einar Jónssonar í Kirkjubæ Pálma Pálssyni forstöðumanni Forngripa- safns. Þá kemur fram, að nýlega hafði verið gert við kirkjuna og átti að út- vega nýja töflu í stað tveggja eldri, sem Sigurður Vigfússon hafði boðið 200 krónur í.31 Árið 1894 komu þær til safnsins Þjms. 4635 og 4637, en svo slysa- lega vildi til, að kirkjubækur ásamt öðru lentu í bruna á Kirkjubæ árið 1897 og því er ekkert nánar vitað um það, hvenær taflan nýja komst austur, en væntanlega hefur það verið fljótlega eftir þetta. 13. í Hofteigskirkju á Jökuldal er altaristafla máluð 1897 af því þegar Kristur læknar blinda manninn. Ekki hefur tekist að rekja það hvernig hún kom til kirkjunnar því bækur hennar munu hafa eyðilagst þegar bruninn varð í Kirkjubæ. 14. í Vallaneskirkju á Völlum er altaristafla máluð 1899 og sýnir það þegar Kristur kyrrir vatn og vind. í prófastsvísitasíu 1899 er það tekið fram, að altaristafla kirkjunnar sé gömul og léleg og eigi að leggjast niður.32 Það er svo við heimsókn Jóhanns L. Sveinbjarnarsonar prófasts 1901 sem hin nýja tafla er komin og kostaði hún á fjórða hundrað króna.33 15. í Eskifjarðarkirkju er altaristafla, sem sýnir Jesúm í grasgarðinum Getsemane. Árið 1899 var Hólmasókn skipt í tvennt, þannig að ný kirkja var byggð á Eskifirði34 og má getum að því leiða, að fljótlega hafi komið tafla í hana, en ekkert er um það sagt í prófastsvísitasíum árin á eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.