Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 103
ÞRIR ÞÆTTIR
107
in, örvarlaga að ofan og neðan, táknar ý. Þarna er því letrað auðskilið orð,
blý, og hvað lá raunar betur við, þótt ýmislegt hefði maður kosið annað í þess
stað.
Vart fer milli mála að þessi blýspaði er ekkert annað en vaxstíll, mjórri end-
inn til að rita með, breiðari endinn hafður til þess að strjúka út letrið er rita
skyldi að nýju. Fundur hans í kirkjugarði kynni að benda til þess að hann
hefði verið hafður um hönd í Borgarkirkju, en þó lá hann nokkurn spöl frá
kirkjurústinni sem þá var enn óeydd. Ekki er hægt að ákvarða um aldur stíls-
ins út frá gerð rúnanna en vænta má þess að hann muni ekki yngri en frá um
1400.
Þessir tveir einstæðu fundir á íslandi, vaxspjaldið og vaxstíllinn, koma ekki
á óvart. í Stóruborg hafa búið ríkisbændur á miðöldum og þar var prests-
skylda um 1200 (raunar hét bærinn þá Arnarbæli). Ritfæri hafa þar oft verið
um hönd höfð við bóka- og bréfagerð ef að líkum lætur.
TILVITNANIR
1 Will Durant: Rómaveldi, fyrra bindi, Rvk. 1963, bls. 190, í þýðingu Jónasar
Kristjánssonar.
2 Kulturhistorisk Leksikon, 19. bindi, Vaxtavlor, bls. 590—591.
3 Anders W. Mártensson, Claes Wahlöö: Lundafynd, En Bilderbok, Karlshamn 1970, bls.
76.
4 Kulturhistorisk Leksikon, 19. bindi, bls. 591.
5 Sama heimild, bls. 590—591.
6 Lundafynd, bls. 77 (sjá 3. tilvitnun).
7 Sturlunga saga, I, Rvk. 1948, bls. 224.
8 Sturlunga, III, sama útg. bls. 183.
9 Sturlunga, III, sama útg. bls. 382—383.
10 Biskupa sögur, III, Rvk. 1948, bls. 104.
Til frekari fróðleiks um efnið má benda á ritgerð Anders W. Mártensson, Styli och vaxtavler, í
Kulturen 1961.
HÓLMFRÍÐARKAPELLA Á EYVINDARMÚLA
Þess munu finnast fá dæmi á íslandi í fornum sið að saman hafi farið á býli
kirkja og vígð kapella fjarri kirkju. Algengt var í katólskum sið, hér á landi
sem annarsstaðar, að hliðarölturu í kirkjum væru helguð verndardýrlingum
kirkjunnar.
Eyvindarmúli í Fljótshlíð var eitt af höfuðsetrum íslenskra höfðingjaætta
og virðist um skeið hafa verið prýddur tveimur vígðum húsum. Á fyrra hluta