Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 116
120 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ulden = klokke og auk þess tveimur pilsum, því innra að sjá með áföstum upphlut.10 Af dönskum ritum um búningasögu er að skilja að klokke hafi á seinni hluta 18. aldar verið þröngt nærpils tilheyrandi tiskufatnaði kvenna, á 19. öld hluti af undirfatnaði/vinnufatnaði bændakvenna, þ.e. pils með áföst- um ermalausum bol úr grófgerðu ullarefni, og í lok 19. aldar prjónanærpils; enn fremur var orðið á 19. öld haft um ermalausa, kjóllaga flík á smábörn, bæði drengi og telpur.11 Likt og Bjarni í sinni skrá nefnir Skúli íslensk heiti nokkurra flíka í riti sínu. Hvorugur þeirra gefur upp íslenskt nafn á nærpilsinu klocke/klokke, en Skúli gerir að því leyti betur en Bjarni að hann segir flíkina úr ull, prjónaða, og væri nærtækt að ætla, einnig vegna seinni tíma málvenju, að nærpils þetta hafi verið nefnt klukka. Sá er þó vandinn, að ókunnugt er um notkun þessa is- lenska orðs um klæðnað fyrr en undir miðja 19. öld og þá aðeins í tveimur til- vikum, báðum um smábarnaflík.12 í dansk-íslenskri orðabók Konráðs Gísla- sonar frá 1851 er klukka sem flík ekki nefnd að séð verður, en flíkin klokke lögð út sem nærpils eingöngu.13 Það er raunar fyrst í danskri orðabók Jón- asar Jónassonar frá 1896 sem höfundur hefur komið auga á að flíkin klokke sé þýdd bæði sem nærpils og klukka, og í orðabók Sigfúsar Blöndal, 1920— 1924, að íslenska orðið klukka sé sagt merkja bæði barnakjól og prjónað millipils, hið síðara þýtt þar með orðunum Klokke og Uldklokke.14 En svo vikið sé aftur að fataskrá Bjarna með brúðunni, er ekki síður at- hyglisvert en framangreint það sem þar segir um skófatnað íslendinga, þar eð leifar af smíðuðum skóm er fundist hafa í fornleifauppgröftum á síðari árum, sem og fleira, benda til hins sama, þ.e. að smíðaðir skór hafi fyrrum verið notaðir hér á landi í þó nokkrum mæli. Væri fróðlegt ef það yrði kannað nán- ar áður en allt of langt líður. Enn fremur má nefna að það sem í bréfinu segir um að silfrið á brúðu af þessu tagi hefði þurft — eða yrði — að útvega i Kaup- mannahöfn, gæti bent til að algengt hafi verið, um þetta leyti að minnsta kosti, að láta smíða kvensilfur þar. Einnig þetta atriði kynni að reynast ein- hverjum fróðlegt rannsóknarefni. IV. Lokaorð Engin vitneskja er um hvar Bjarni Pálsson fékk brúðuna, en nærtækt er að ímynda sér að Rannveig kona hans, dóttir Skúla Magnússonar fógeta, hafi út- búið hana. Ekki er heldur neitt vitað hvað af brúðunni hefur orðið. Sennilega er hún löngu glötuð, en ef svo óliklega skyldi vilja til að hún ætti eftir að koma í leitirnar, yrði trúlega hægt að átta sig til muna betur en nú er á búningi kvenna hér á landi á sjöunda tug 18. aldar. 18.2. 1983
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.